Tekjur Ólafíu hækkuðu um 45% milli ára

Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR.
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR.

Tekjur Ólafíu B. Rafnsdóttur, formanns VR, hækkuðu um 45% milli ára samkvæmt tölum tekjublaðs Frjálsrar verslunar. Tekjur Ólafíu hækkuðu úr 968 þúsund í fyrra upp í 1.407 þúsund á þessu ár. Tekjur Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM, hækkuðu um 37% frá síðasta ári og fóru úr 877 þúsund krónum á mánuði upp í 1.205 þúsund krónur.

Undanfarin ár hafa verið talsverðar hræringar á vinnumarkaði þar sem verkföll og kröfur um hærri laun hafa sett mark sitt á þjóðfélagið. Þá var meðal annars skrifað undir svokallað SALEK-samkomulag um samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga, en það var á vegum aðila vinnumarkaðarins. Mbl.is skoðaði hver þróun tekna, samkvæmt tölum tekjublaðs Frjálsrar verslunar, hefði verið hjá forystumönnum vinnumarkaðarins. Tekið skal fram að ýmislegt annað en föst laun geta haft áhrif á tekjurnar sem reiknaðar eru út.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. mbl.is/Rax

Frétt mbl.is: Helga Sigrún efst á lista

Tekjur Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, hækkuðu um 23% milli ára og fóru úr 865 þúsund krónum upp í 1.064 þúsund á mánuði. Tekjur Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Icelandair group og formanns Samtaka atvinnulífsins hækkuðu um 17% milli ára. Í fyrra var hann með 3.699 þúsund á mánuði en í ár voru tekjur hans 4.324 þúsund.

Vilhjálmur Birgisson er formaður VLFA.
Vilhjálmur Birgisson er formaður VLFA. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.

Tekjur Almars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins hækkuðu um 15% milli ára og fóru úr 1.832 þúsund á mánuði upp í 2.114 þúsund.

Tekjur Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, hækkuðu um 3% og fóru úr 2.303 þúsund krónum á mánuði í 2.383 þúsund. Tekjur Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, hækkuðu um 4% milli ára og fóru úr 1.193 þúsund í 1.246 þúsund.

Tekjur Þórðar Hjaltested, formanns Kennarasambands Íslands, hækkuðu um 6%, en hann var með 1.128 þúsund í tekjur á síðasta ári samanborið við 1.061 þúsund árið áður. Tekjur Elínar Bjargar Jónsdóttur, formanns BSRB hækkuðu um 9% og fóru úr 1.003 þúsund upp í 1.093 í fyrra.  

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group og formaður SA.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group og formaður SA. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Í blaðinu er birtur listi yfir tekjur rúmlega 3.725 Íslendinga. Könnunin byggist á álögðu útsvari eins og það birtist í álagningarskrám. Frjáls verslun áréttar að í einhverjum tilvikum kann að vera að skattstjóri hafi áætlað tekjur.

Í tekjublaði Frjálsrar verslunar er tekið fram að um útvarsskyldar tekjur á árinu 2015 sé að ræða og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. „Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Jafnframt hafa margir tekið út séreignarsparnað en hann telst með í útsvarsskyldum tekjum,“ segir í blaðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK