Læknar hækka mest milli ára

Tekjur lækna hækkuðu mest milli ára, en hún nam um …
Tekjur lækna hækkuðu mest milli ára, en hún nam um 23% milli ára. Á sama tíma hækkaði launavísitalan um 9,7%. Ljósmynd/ Þorvaldur Örn Kristmundsson

Læknar eru sá hópur sem hækkar mest milli ára, en meðallaun þeirra fara úr 1,7 milljónum upp í 2,1 milljón á mánuði. Þetta sést þegar tekjur 200 hæst launuðu starfsmanna hverrar stéttar eru skoðaðar samkvæmt gögnum Frjálsrar verslunar.

Í gærmorgun kom út tekjublað tímaritsins þar sem birtar eru launatekjur 3.725 einstaklinga. Í tilkynningu sem Frjáls verslun sendi eru meðaltekjur 200 efstu í hverjum flokki bornar saman við 200 efstu í blaðinu í fyrra. Þó er tekið fram að 10 efstu í hverjum flokki séu teknir úr úrtakinu þar sem efstu menn skekki myndina mikið vegna augljósra kaupauka og bónusgreiðslna.

Hjá forstjórum hækkuðu laun um 200 þúsund eða úr 2,4 milljónum upp í 2,6 milljónir. Nemur hækkunin um 8,3% en á sama tíma segir tímaritið að launavísitalan hafi hækkað um 9,7%. Næstráðendur stóðu  í stað með 2,2 milljónir að meðaltali í tekjur, sem og starfsmenn fjármálafyrirtækja sem höfðu 1,9 milljónir í tekjur. Sjómenn hækkuðu úr 2,1 milljón í 2,3 milljónir á mánuði.

Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í morgun.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í morgun. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Forstjórum með yfir þrjár milljónir á mánuði fjölgaði frá í fyrra og eru núna 62 en voru 48. Alls 23 stjórnendur fjármálafyrirtækja eru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði og 24 næstráðendur.

Í flokki hjúkrunarfræðinga voru 50 efstu skoðaðir þar sem könnun tímaritsins náði ekki til nægilega margra til að hafa úrtakið 200 manns. Hækkuðu tekjur þeirra úr 811 þúsundum í 908 þúsund krónur. Hjá skólafólki voru 100 efstu skoðaðir og hækkuðu tekjur þeirra úr 1,2 milljónum í 1,3 milljónir milli ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK