Gruna Facebook um að vanmeta verðmæti eigna

AFP

Banda­rísk skattyf­ir­völd gruna Face­book um að hafa van­metið eign­ir fé­lags­ins við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu og flutn­ing hluta fé­lags­ins til Írlands á ár­un­um 2009 og 2010. 

Á þess­um árum flutti Face­book alþjóðaskrif­stof­ur sín­ar og rétt­indi sín til höfuðstöðva á Írlandi. Leik­ur grun­ur á að fé­lagið og end­ur­skoðenda­fyr­ir­tækið Ernst & Young hafi van­metið verðmæti þess­ara eigna til þess að lækka eða kom­ast hjá skatt­greiðslum.

Face­book er eitt nokk­urra alþjóðlegra fyr­ir­tækja sem skattyf­ir­völd víða um heim eru að rann­saka. Önnur slík fyr­ir­tæki eru Google og Apple. 

Banda­rísk skattyf­ir­völd hafa nú sent beiðni til Face­book þar sem þess er kraf­ist að fá aðgang að gögn­um um yf­ir­færslu rétt­ind­anna til Írlands. Rann­sókn máls­ins hófst árið 2010 þegar skattyf­ir­völd skoðuðu tekj­ur af rétt­ind­um fé­lags­ins sem ekki höfðu áður verið gefn­ar upp til skatts. Þetta kem­ur fram í frétt Bloom­berg-frétta­stof­unn­ar. Face­book svaraði ekki fyr­ir­spurn skattyf­ir­valda í júní og hef­ur því verið óskað eft­ir dóms­úrsk­urði til að fá gögn­in af­hent. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK