Reitir fasteignafélag hf. (Reitir), Kringlan og H&M hafa undanfarið átt í samningaviðræðum um opnun H&M-verslunar í Kringlunni sem ráðgert er að opna seinnihluta ársins 2017.
Þeim viðræðum er ekki lokið en áætlað er að þeim ljúki á næstu vikum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reitum.
Vegna sumarfría er hlé á viðræðunum um þessar mundir en þráðurinn verður tekinn aftur upp í ágúst.
Fyrr í morgun barst tilkynning um að fasteignafélagið Reginn hf. og dótturfélag þess, Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf., hefðu undirritað samninga við dótturfélag H&M Hennes&Mauritz AB (publ.) um húsnæði undir tvær verslanir undir merkjum H&M.
Frétt mbl.is: H&M opnar tvær verslanir á Íslandi
Frétt mbl.is: Mun gjörbreyta íslenskum markaði
Þær verða í Smáralind og í Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur og verða opnaðar á næstu tveimur árum.