Viðurkenning fyrir íslenska verslun

Tvær verslanir H&M verða opnaðar hér á landi á næstu …
Tvær verslanir H&M verða opnaðar hér á landi á næstu árum. Ljósmynd/H&M

„Þetta er ákveðin viðurkenning fyrir íslenska verslun, íslenskt efnahagslíf, Reykjavík sem verslunarborg og þá umgjörð sem hér er,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, um komu H&M hingað til lands.

Eins og mbl.is hef­ur fjallað um í morg­un munu tvær versl­an­ir sænsku versl­un­ar­keðjunn­ar verða opnaðar hér á landi á næstu árum, ann­ars veg­ar í Smáralind og hins veg­ar á Hafn­ar­torgi í miðbæ Reykja­vík­ur. Þá standa einnig yfir samn­ingaviðræður um opn­un H&M-versl­un­ar í Kringl­unni.

Viðurkenning á því að umgjörðin sé viðunandi

Fjölmargir hafa reynt að fá sænska verslunarrisann til að opna verslun hér á landi, en lítill áhugi hefur verið á Íslandi hingað til þar sem landið er lítið og hefur ekki skipt H&M máli í stóra samhenginu. Stefán segir þá staðreynd að H&M hafi nú ákveðið að opna verslun hér á landi vera viðurkenningu á því að íslenskt efnahagslíf sé viðunandi fyrir erlendar keðjur.

„Þegar ein af eftirsóttustu verslunarkeðjum í heiminum velur að koma hingað til lands er það ákveðin viðurkenning á að umgjörðin hér sé orðin samkeppnishæf og viðunandi,“ segir hann.

Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka.
Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Ljósmynd/Arion banki

Fasteignafélagið Reginn hækkar um 2% í Kauphöllinni

Stefán segir að enn sem komi er hafi fréttir af komu H&M ekki haft gríðarleg áhrif á markaðinn, en fasteignafélagið Reginn hefur þó hækkað um 2% í Kauphöllinni. „Það eru mjög lítil viðskipti á markaðnum í dag svo ég held að það sé ótímabært að leggja mat á það hvernig markaðurinn er að túlka þetta með tilliti til verðbólguþróunar og svo framvegis.“

Þá segir hann að leiða megi líkur að því að koma H&M til landsins muni styrkja stöðu þeirra verslunarsvæða þar sem verslanirnar verða, og góðar líkur séu á því að þær muni almennt efla verslun í landinu í samkeppni við verslun erlendis.

Afnám tolla hefur hjálpað til 

„Afnám tolla hefur hjálpað til við þetta og vonandi er það að gerast sem menn vonuðu að myndi gerast – að verslun sé að flytjast til Íslands,“ segir Stefán og tekur þannig undir orð Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, sem sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að með þessu mundi verslun sem hefði flust úr landi í auknum mæli flytjast aftur heim.

Andrés sagði auk þess að kann­an­ir hefðu sýnt að markaðshlut­deild H&M, og þá sér­stak­lega á barnafata­markaði, sé ótrú­leg miðað við að fyr­ir­tækið væri ekki með versl­un hér á landi. Mætti því gera ráð fyr­ir því að sú versl­un kæmi heim að stór­um hluta, að því gefnu að verðið yrði sam­bæri­legt hér á landi og er­lend­is.

Helgi S. Gunn­ars­son, for­stjóri fast­eigna­fé­lags­ins Reg­ins hf. sem stend­ur að komu H&M hingað til lands, ger­ir ráð fyr­ir að svo verði og að verð á föt­um verði sam­bæri­leg við verð í versl­un­um í öðrum lönd­um. Sagði hann í sam­tali við mbl.is í morg­un að koma versl­un­ar­inn­ar myndi gjör­breyta ís­lensk­um markaði og að gott vöru­verð H&M gæti haft mik­il áhrif á verðlagn­ingu hér á landi.

Frétt mbl.is: Verslun flytjist heim með komu H&M

Frétt mbl.is: Mun gjör­breyta ís­lensk­um markaði

Frétt mbl.is: Viðræður um H&M-versl­un í Kringl­unni

Frétt mbl.is: H&M opn­ar tvær versl­an­ir á Íslandi

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK