Mikil söluaukning hjá Örnu

Arna fram­leiðir laktósa­frí­ar mjólk­ur­vör­ur.
Arna fram­leiðir laktósa­frí­ar mjólk­ur­vör­ur. mbl.is/​Krist­inn

„Við finnum fyrir mikilli aukningu í sölu á okkar vörum, það er greinilegt að neytendur eru ekki sáttir við Mjólkursamsöluna,“ segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri mjólkurvinnslunnar Örnu í Bolungarvík, í samtali við BB.

Líkt og fram hefur komið hefur Mjólkursamsalan verið sektuð um tæpan hálfan milljarð króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu en fyrirtækið seldi ógerilsneydda mjólk, hrámjólk, til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins.

MS er eina fyrirtækið hér á landi sem selur hrámjólk í heildsölu til annarra mjólkurvöruframleiðenda, ásamt því að nýta hana til eigin framleiðslu.

Arna ehf. er eitt þeirra fyrirtækja sem þurfa að kaupa hrámjólk hjá MS og unnið er úr henni í Bolungarvík.

Í samtali við BB segir Hálfdán ekki ljóst hvort úrskurðurinn komi til með að hafa áhrif á mjólkurvinnsluna í Bolungarvík.

Sumir neytendur hafa valið að sýna óánægju sína í verki með því að sniðganga vörur MS og hefur þá verið bent á Örnu sem valkost. 

„Við höfum þurft að spýta í lófana hér undanfarna daga. Við ráðum kannski ekki við að sjá öllum landsmönnum fyrir mjólkurvörum en getum bætt töluvert við framleiðsluna,“ segir Hálfdán.

Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri mjólkurvinnslunnar Örnu.
Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri mjólkurvinnslunnar Örnu. Arna ehf.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka