Pokémon stærri en Tinder

Pokémon Go hefur náð ævintýralegum vinsældum þrátt fyrir að leikurinn …
Pokémon Go hefur náð ævintýralegum vinsældum þrátt fyrir að leikurinn hafi komið út í síðustu viku. Skjáskot/Youtube

Nýr Pokémon-leikur hefur farið sigurför um heiminn á liðnum dögum og er hann nú þegar orðinn vinsælli í Bandaríkjunum en stefnumótaappið Tinder. Um 5,16 prósent Android-símaeigenda eru með leikinn en um tvö prósent þeirra eru með Tinder.

Þá er leikurinn einnig á góðri leið með að verða vinsælli en Twitter en samkvæmt mælingum sem gerðar voru á föstudag notuðu um þrjú prósent Android-símaeigenda leikinn daglega en um 3,5 prósent Twitter.

Tinder var hleypt af stokkunum árið 2012 en Twitter fyrir áratug. Pokémon kom út í síðustu viku. 

Appið er framleitt hjá Nintendo og Niantic og hefur hlutabréfaverð fyrrnefnda fyrirtækisins rokið upp eftir árangurinn. Hlutabréfin hækkuðu um 23 prósentustig í kauphöllinni í Tókýó í morgun en á föstudag hækkuðu þau um tíu prósentustig.

Í Pokemon Go eiga spil­ar­ar að leita að og hremma pokemonfíg­úr­ur í raun­heim­um með hjálp sýnd­ar­veru­leika­tækni. Leik­ur­inn er ókeyp­is en hægt er að kaupa ýmsa auka­hluta í smá­forritinu. Það er nauðsyn­legt til þess að geyma, þjálfa og láta fíg­úr­urn­ar berj­ast við aðrar.

Frétt mbl.is: Pokemon skýtur Nitendo á toppinn

Skjáskot/SimilarWeb
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka