IKEA innkallar fleiri kommóður

IKEA.
IKEA. AFP

Sænski húsgagnarisinn IKEA hefur innkallað yfir 1,6 milljónir kommóða og annarra húsgagna í Kína af öryggisástæðum. Sambærileg innköllun hefur áður verið gerð í Norður-Ameríku og Kanada.

Í tilkynningu frá kínverskum yfirvöldum segir að húsgögnin geti verið hættuleg og fallið á eigendur séu þau ekki fest við vegg. 

Fyrir tveimur vikum voru 35 milljónir kommóða innkallaðar í Norður-Ameríku og Kanada en sex börn hafa látist þegar húsgögnin féllu á þau. Kommóðurnar eiga að vera festar við vegg en voru það ekki í umræddum tilvikum.

Í tilkynningu kínverskra stjórnvalda sagði ekki hvort einhver slys hefðu orðið þar í landi. Húsgögnin sem voru innkölluð voru framleidd á árunum 1999 til 2016 og á meðal þeirra eru MALM-kommóðurnar vinsælu. 

Í yfirlýsingu frá IKEA er beðist afsökunar á innkölluninni og þar segir að öryggi viðskiptavina, og þá sérstaklega barna, sé ávallt í forgangi hjá fyrirtækinu. 

Fyrirtækið hefur boðist til þess að senda starfsfólk á heimili fólks til að festa húsgögnin við vegg ellegar geti það fengið endurgreiðslu. 

Frétt mbl.is: Innkalla kommóðu í kjöl­far dauðsfalla

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka