Þrjú fyrirtæki íhuga skaðabótamál

Frá Leifsstöð.
Frá Leifsstöð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í það minnsta þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia.

Frá þessu er greint á vef Vísis þar sem segir að umrædd fyrirtæki hafi tekið þátt í forvali um verslunarpláss í Leifsstöð. Eitt þeirra er Kaffitár sem fékk samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur gögn um forvalið afhent frá Isa­via, en það er einmitt vegna þessarar afhendingar sem hin fyrirtækin tvö íhuga að kæra.

Í frétt Vísis segir að þeir aðilar hafi afhent Isavia viðkvæmar upplýsingar þar sem fullum trúnaði um gögnin hefði verið heitið. Nú sé þvert á móti komið í ljós að Isavia hafi ekki haft heimild til að heita slíkum trúnaði og Kaffitár hafi því fengið aðgang að upplýsingunum.

Samkeppniseftirlitið lýsti yfir áhyggjum af niðurstöðu Héraðsdóms í bréfi til Kaffitárs. Sagðist stofnunin telja að af­hend­ing gagn­anna kunni að brjóta í bága við sam­keppn­is­lög og „að minnsta kosti raska sam­keppni“.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka