Pokémon-gróðinn dreifist víða

AFP

Raunverulegir eigendur Pokémon eru ekki þeir einu sem græða á velgengninni. Hlutabréf tæknirisans Apple, hlutabréf Zagg, sem framleiðir hleðslutæki fyrir snjallsíma og hlutabréf Gamestop, sem hefur notið góðs af viðskiptum sem tengjast svokölluðum Pokéstops, hafa rokið upp.

Sérfræðingur á Wall Street telur að Apple muni stórgræða á leiknum en hlutabréf fyrirtækisins hafa hækkað um fimm prósentustig frá útgáfu leiksins. Apple fær hluta af sölutekjum er verða til í öllum leikjum sem fást í Appstore. Þar á meðal í Pokémon-leiknum.

Líkt og fram hefur komið hefur virði Nintendo rokið upp og er fyrirtækið í dag um tvöfalt verðmeira en það var fyrir útgáfuna. Nintendo á bæði hlut í Pokémon Company, sem er rétthafi Pokémon og Niantic, leikjaframleiðandanum.

Þá hafa hlutabréf Zagg, sem framleiðir þráðlaus hleðslutæki fyrir snjallsíma, rokið upp um 35 prósentustig eftir útgáfuna, en Pokémon-leikurinn er mjög orkufrekur og hafa notendur kvartað sáran yfir batteríslausum síma á miðjum Pokémon-veiðum.

Annað fyrirtæki sem nýtur góðs af þessu er GameStop, en hlutabréf fyrirtækisins ruku upp um sjö prósentustig á mánudag, þegar forstjórinn greindi frá auknum sölutekjum vegna þess að svokölluð Pokéstops eru í verslunum keðjunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK