Sérstakir sjálfsáverkar Íslendinga

Henry segir sérstakt að Íslendingar hafi sjálfir átt bankana sem …
Henry segir sérstakt að Íslendingar hafi sjálfir átt bankana sem skipulögðu aflandsviðskiptin. mbl.is

„Eitt af því sem er sérstakt við Ísland er að þið áttuð bankana sem skipulögðu aflandsviðskiptin. Þið veittuð ykkur því áverkana sjálfir sem er óvenjulegt. Yfirleitt eru alþjóðlegu bankarnir á bakvið svona starfsemi,“ segir hagfræðingurinn James S. Henry í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Henry er einn fremsti sérfræðingur heims í aflandsfélögum. Hann var áður yfirhagfræðingur alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins McKinsey & Co. en starfar nú sem ráðgjafi Tax Justice Network, alþjóðlegra samtaka sem rannsaka umfang eigna á aflandssvæðum og skattaundanskot stóreignamanna og fyrirtækja.

Hann telur svigrúm til endurbóta hafa myndast hér á landi í kjölfar hrunsins.

„Í Bandaríkjunum hafa bankarnir haldið völdum sínum og geta enn haft mikil áhrif á aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Svona er þetta ekki á Íslandi. Hér hafa bankarnir misst mikið af völdum sínum og því hafið þið tækifæri til að setja góðar grundvallarreglur sem eru heildinni til góða en þjóna ekki hagsmunum einstakra fjármálafyrirtækja.“

Leggur til nafnleyndarskatt

Hann segir eitt mikilvægasta skrefið vera að skrá raunverulegt eignarhald á fyrirtækjum og fasteignum. „Ég hef rannsakað þetta í New York þar sem ég bý og þar eru 70% af fasteignum í borginni í eigu óþekktra aðila sem fela sig á bakvið skúffufyrirtæki og nafnleynd. Það þarf að skrá eignarhald svo við vitum hverjir eigi hvað og hvaða hagsmuna þeir hafi að gæta. Til að ýta á eftir skráningunni væri hægt að setja 1% nafnleyndarskatt ofan á fasteignagjald á eignir þar sem eigendur eru nafnlausir,“ segir Henry.

En er hann að rannsaka einhver mál sem tengjast Íslandi núna?

„Ég er að skoða mál núna sem tengist samstarfi íslensks fyrirtækis við fyrirtæki í eigu mafíunnar í New York og tengsl þeirra við SPV-fjármálastrúktúr (e. Special Purpose Vehicle) tengdan Donald Trump. Við þurfum að halda áfram að rannsaka málin,“ segir Henry.

Frétt mbl.is: Kannar samstarf við mafíufyrirtæki

Hagfræðingurinn James S. Henry er sérfræðingur í aflandsfélögum.
Hagfræðingurinn James S. Henry er sérfræðingur í aflandsfélögum. mbl.is/Ofeigur Lydsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK