Sérstakir sjálfsáverkar Íslendinga

Henry segir sérstakt að Íslendingar hafi sjálfir átt bankana sem …
Henry segir sérstakt að Íslendingar hafi sjálfir átt bankana sem skipulögðu aflandsviðskiptin. mbl.is

„Eitt af því sem er sér­stakt við Ísland er að þið áttuð bank­ana sem skipu­lögðu af­l­andsviðskipt­in. Þið veittuð ykk­ur því áverk­ana sjálf­ir sem er óvenju­legt. Yf­ir­leitt eru alþjóðlegu bank­arn­ir á bakvið svona starf­semi,“ seg­ir hag­fræðing­ur­inn James S. Henry í viðtali við Morg­un­blaðið í dag.

Henry er einn fremsti sér­fræðing­ur heims í af­l­ands­fé­lög­um. Hann var áður yf­ir­hag­fræðing­ur alþjóðlega ráðgjafa­fyr­ir­tæk­is­ins McKins­ey & Co. en starfar nú sem ráðgjafi Tax Justice Network, alþjóðlegra sam­taka sem rann­saka um­fang eigna á af­l­ands­svæðum og skattaund­an­skot stór­eigna­manna og fyr­ir­tækja.

Hann tel­ur svig­rúm til end­ur­bóta hafa mynd­ast hér á landi í kjöl­far hruns­ins.

„Í Banda­ríkj­un­um hafa bank­arn­ir haldið völd­um sín­um og geta enn haft mik­il áhrif á aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Svona er þetta ekki á Íslandi. Hér hafa bank­arn­ir misst mikið af völd­um sín­um og því hafið þið tæki­færi til að setja góðar grund­vall­ar­regl­ur sem eru heild­inni til góða en þjóna ekki hags­mun­um ein­stakra fjár­mála­fyr­ir­tækja.“

Legg­ur til nafn­leynd­ar­skatt

Hann seg­ir eitt mik­il­væg­asta skrefið vera að skrá raun­veru­legt eign­ar­hald á fyr­ir­tækj­um og fast­eign­um. „Ég hef rann­sakað þetta í New York þar sem ég bý og þar eru 70% af fast­eign­um í borg­inni í eigu óþekktra aðila sem fela sig á bakvið skúffu­fyr­ir­tæki og nafn­leynd. Það þarf að skrá eign­ar­hald svo við vit­um hverj­ir eigi hvað og hvaða hags­muna þeir hafi að gæta. Til að ýta á eft­ir skrán­ing­unni væri hægt að setja 1% nafn­leynd­ar­skatt ofan á fast­eigna­gjald á eign­ir þar sem eig­end­ur eru nafn­laus­ir,“ seg­ir Henry.

En er hann að rann­saka ein­hver mál sem tengj­ast Íslandi núna?

„Ég er að skoða mál núna sem teng­ist sam­starfi ís­lensks fyr­ir­tæk­is við fyr­ir­tæki í eigu mafíunn­ar í New York og tengsl þeirra við SPV-fjár­málastrúkt­úr (e. Special Purpose Vehicle) tengd­an Don­ald Trump. Við þurf­um að halda áfram að rann­saka mál­in,“ seg­ir Henry.

Frétt mbl.is: Kann­ar sam­starf við mafíu­fyr­ir­tæki

Hagfræðingurinn James S. Henry er sérfræðingur í aflandsfélögum.
Hag­fræðing­ur­inn James S. Henry er sér­fræðing­ur í af­l­ands­fé­lög­um. mbl.is/​Ofeig­ur Lyds­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK