Hlutabréf Nintendo í frjálsu falli

Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda um allan heim, þar á …
Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda um allan heim, þar á meðal hér á landi. AFP

Hlutabréf í Nintendo hríðféllu í verði í morgun eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins greindu frá því að velgengni tölvuleiksins Pokémon Go myndi aðeins hafa takmörkuð áhrif á hagnað fyrirtækisins.

Hlutabréfin lækkuðu um 17,7% í viðskiptum í morgun, en markaðsvirði fyrirtækisins meira en tvöfaldaðist eftir að leikurinn var fyrst kynntur til sögunnar 6. júlí síðastliðinn.

Bandaríska fyrirtækið Niantic, sem Nintento á reyndar hlut í, framleiddi leikinn en í tilkynningu Nintendo til japönsku kauphallarinnar í morgun kom fram að tekjur Nintento af afnotagjöldum yrðu „takmarkaðar“ eins og það var orðað.

Þrátt fyrir lækkanirnar á morgun hafa bréfin alls hækkað um sextíu prósentustig frá því að leikurinn var gefinn út.

Uppgjör Nintendo fyrir fyrsta fjórðung ársins verður birt síðar í vikunni. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast ekki hafa endurskoðað afkomuáætlun sína, þrátt fyrir vinsældir Pokémon Go.

Nokkrir greinendur töldu að fjárfestar hefðu brugðist of harkalega við kauphallartilkynningunni í morgun. „Ég trúi því að Pokémon Go muni hafa mikil áhrif á afkomu fyrirtækisins, miðað við núverandi vinsældir leiksins,“ segir David Gibson, greinandi hjá Macquarie Securities Group.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka