Notkun gagnamagns jókst um 600%

Íslenskir áhangendur á EM í Frakklandi.
Íslenskir áhangendur á EM í Frakklandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Gagna­magns­um­ferð viðskipta­vina Voda­fo­ne sem voru á ferð í Frakklandi í júní jókst um ríf­lega 600% á hvern not­anda miðað við sama tíma­bil í fyrra.

EM í knatt­spyrnu fór fram í Frakklandi og flykkt­ust Íslend­ing­ar þangað í júní og virt­ust flest­ir þeirra hafa verið með sím­ana sína á lofti.

„Sím­notk­un viðskipta­vina bar vin­sæld­um Frakk­lands skýrt merki en alls mæld­ist ríf­lega 600% aukn­ing í gagna­magns­notk­un hvers viðskipta­vin­ar Voda­fo­ne á ferð þar á tíma­bil­inu. Eins  hringdu  viðskipta­vin­ir líka meira og sendu sms á milli Frakk­lands og Íslands en í báðum til­fell­um mæld­ist um 90% aukn­ing á milli ára,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Voda­fo­ne.

Þar kem­ur fram að aukn­ing­in end­ur­spegli bæði frá­bær­an ár­ang­ur Íslands á EM og þá staðreynd að kostnaður við notk­un farsíma er­lend­is hafi farið lækk­andi und­an­farið.

„Ljóst er að liðin er sú tíð að menn slökkvi á farsím­an­um um leið og lent er í nýju landi. Snjallsím­inn er alltaf við hönd­ina, enda allt í senn; sam­skipta- og ör­ygg­is­tæki, mynda­vél, upp­lýs­inga­veita, inn­kaupaleið o.s.frv,“ seg­ir Stefán Sig­urðsson, for­stjóri Voda­fo­ne, í til­kynn­ing­unni.  

„Það fór ekki fram hjá nein­um hversu dug­leg­ir Íslend­ing­ar voru að ferðast til Frakk­lands að styðja landsliðið og deila á sam­fé­lags­miðlum. Töl­urn­ar tala sínu máli auk þess sem ódýr­ara er en nokkru sinni að nota snjallsím­ann áhyggju­laust í út­lönd­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK