Margir vilja eintak af stjórnarskránni

Khan hélt á eintaki sínu af stjórnarskránni og spurði Trump …
Khan hélt á eintaki sínu af stjórnarskránni og spurði Trump hvort hann vildi fá sitt lánað. AFP

Kilju­út­gáfa af stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna er nú í öðru sæti yfir mest seldu bæk­urn­ar á Amazon eft­ir að stjórn­ar­skrá­in komst í umræðuna í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna í land­inu. Útgáf­an sem um ræðir kost­ar einn banda­ríkja­dal eða um 118 ís­lensk­ar krón­ur og gef­in út af The Nati­onal Center for Constituti­onal Studies. Komst hún í annað sætið á laug­ar­dag­inn eft­ir ræðu Khizr Khan á flokksþingi demó­krata í síðustu viku. Eina bók­in sem er vin­sælli er Harry Potter and the Cur­sed Child, sem kom út á sunnu­dag­inn.

Khan er banda­rísku mús­lími sem missti son sinn í Íraks­stríðinu.

Hann sagði á þing­inu að Trump hefði fórnað „engu og eng­um“ fyr­ir land sitt. Hans eig­in son­ur, sem dó af völd­um bíl­sprengju í Írak 2004, hefði hins veg­ar ekki einu sinni fengið að vera í Banda­ríkj­un­um ef Trump hefði fengið að ráða, en Trump hef­ur kallað eft­ir að múslim­um verði bannað að koma til Banda­ríkj­anna. Þá hélt Khan á ein­taki af stjórn­ar­skránni á meðan hann ávarpaði sam­kom­una og bauðst til að lána Don­ald Trump, fram­bjóðanda re­públi­kana, ein­takið sitt. „Hef­ur þú lesið stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna? Ég mun glaður lána þér mitt ein­tak,“ sagði Khan þegar hann ávarpaði Trump í ræðu sinni.

Þess má geta að í þriðja sæti á met­sölu­lista Amazon er teikni­mynda­bók eft­ir G.B. Trudeau sem hef­ur verið að gera grín að Trump í þrjá­tíu ár. Sú bók heit­ir Yuge! : 30 ye­ars of Donn­esbury on Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK