Rændu 7,7 milljarða virði af bitcoin

AFP

Gengi rafræna gjaldmiðilsins bitcoin féll um meira en 10% eftir að tölvuþrjótar hökkuðu sig inn í netkerfi Bitfinex, kauphallarinnar í Hong Kong, og stálu bitcoin-einingum að andvirði 65 milljóna dala. Það jafngildir um 7,7 milljörðum íslenskra króna.

Talsmaður Bitfinex sagði í samtali við fréttastofu Reuters í morgun að tölvuþrjótarnir hefðu stolið næstum því 120 þúsund bitcoin-einingum.

Í kjölfarið voru viðskipti í kauphöllinni stöðvuð en þau verða ekki leyfð á ný fyrr en rannsókn málsins lýkur.

Í yfirlýsingu á vefsíðu sinni sögðust forsvarsmenn Bitfinex hafa miklar áhyggjur af ráninu. Þeir liti það mjög alvarlegum augum og muni gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að leysa málið og tryggja að svona komi ekki aftur fyrir.

Ránið er eitt það stærsta í sögu rafræna gjaldmiðilsins. Eins og kunnugt er var Mt. Gox-kauphöllin í Japan rænd árið 2014, en þá var 744.408 bitcoin-einingum stolið.

Eftir að fregnir bárust af ráninu í nótt hríðféll gengi gjaldmiðilsins um 20%. Það hækkaði þó aftur á ný, en samtals nemur lækkunin um 10%. Stendur gengið nú í um 540 dölum.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK