Lyfjaverksmiðjunni lokað á næsta ári

Actavis hefur lagt áherslu á að styðja við frekar menntun …
Actavis hefur lagt áherslu á að styðja við frekar menntun og þjálfun starfsmanna lyfjaverksmiðjunnar til þess að aðstoða þá við að takast á við þessar breytingar. Er það hugsað til þess að gera þá betur í stakk búna til að sækja sér önnur störf til framtíðar. mbl.is/Larus Karl Ingason

Engar nýjar ákvarðanir hafa verið teknar um breytingar á starfsemi Actavis hér á landi í kjölfar  yfirtöku ísraelska lyfjafyrirtækisins Teva Pharmaceutical Industries Ltd á Actavis Generics. Þrátt fyrir hana verður áfram fjölbreytt starfsemi Actavis og Medis á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Actavis en Med­is er dótt­ur­fé­lag Teva, sem jafn­framt er móður­fé­lag Acta­vis.

Fyrir rúmu ári síðan tilkynnti Actavis starfsmönnum sínum um væntanlega lokun lyfjaverksmiðju fyrirtækisins á Íslandi og stendur hún enn til. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu hefur starfsemi lyfjaverksmiðjunnar gengið vel á því rúma ári sem síðan er liðið og er framleiðsla enn í fullum gangi eins og gert hafði verið ráð fyrir. Framundan er áfram nær óbreyttur rekstur til ársloka en undirbúningur fyrir flutning framleiðslunnar til annarra framleiðslustaða samstæðunnar alþjóðlega er þegar hafinn. Má reikna með því að starfseminni verði hætt um mitt næsta ár.

Þá hefur Actavis lagt áherslu á að styðja við frekar menntun og þjálfun starfsmanna lyfjaverksmiðjunnar til þess að aðstoða þá við að takast á við þessar breytingar. Er það hugsað til þess að gera þá betur í stakk búna til að sækja sér önnur störf til framtíðar.

Samkvæmt upplýsingum frá Actavis hefur mikil samstaða verið á meðal starfsmanna og vilji til að klára þetta verkefni með fyrirtækinu og viðhalda góðri þjónustu við viðskiptavini.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK