Endurnýja samning við Opin kerfi

Magnús Böðvar Eyþórsson framkvæmdastjóri tæknireksturs og þjónustu hjá Reiknistofu bankanna …
Magnús Böðvar Eyþórsson framkvæmdastjóri tæknireksturs og þjónustu hjá Reiknistofu bankanna og Sigurgísli Melberg framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Opinna kerfa. Aðsend mynd

Reikni­stofa bank­anna hef­ur end­ur­nýjað samn­ing við Opin kerfi um al­rekst­ur á prent­umhverfi þeirra. Opin kerfi hef­ur séð um all­an rekst­ur prent­umhverf­is RB und­an­far­in þrjú ár með góðum ár­angri og nú hef­ur samn­ing­ur­inn verið end­ur­nýjaður með full­kom­inni lausn frá HP sem lýt­ur að auðveld­ari los­un prent­un­ar og auknu ör­yggi við út­prent­un. Al­rekst­ur prent­umhverf­is inni­held­ur tæki, rekstr­ar­vöru og alla þjón­ustu ásamt því að vera vaktað og öll rekstr­ar­vara s.s. papp­ír send sjálf­krafa. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu. 

Þar seg­ir að prent­lausn­in byggi á Access Control aðgangs­stýr­ingu þar sem starfs­menn sækja sína prent­un með aðgangskorti og Secu­rity Center ör­ygg­is­lausn frá HP sem vernd­ar prent­umhverfið fyr­ir ut­anaðkom­andi ógn­um. „Við erum gríðarlega ánægð með ákvörðun Reikni­stofu bank­anna um að fram­lengja prentsamn­ing sinn við Opin kerfi um þrjú ár til viðbót­ar. Þetta sýn­ir að við upp­fyll­um vænt­ing­ar í mjög kröfu­hörðu um­hverfi“ er haft eft­ir Jónasi Þór Hreins­syni, viðskipta­stjóra prent­lausna hjá Opn­um kerf­um.

„Þjón­usta og fram­kvæmd samn­ings­ins hef­ur gengið full­kom­lega upp und­an­far­in 3 ár og sparað RB um­tals­verða fjár­muni og aukið þæg­indi í rekstri prent­umhverf­is­ins“ er haft eft­ir Magnúsi Böðvari Eyþórs­syni fram­kvæmda­stjóra tæknirekst­urs og þjón­ustu hjá RB.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK