Endurnýja samning við Opin kerfi

Magnús Böðvar Eyþórsson framkvæmdastjóri tæknireksturs og þjónustu hjá Reiknistofu bankanna …
Magnús Böðvar Eyþórsson framkvæmdastjóri tæknireksturs og þjónustu hjá Reiknistofu bankanna og Sigurgísli Melberg framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Opinna kerfa. Aðsend mynd

Reiknistofa bankanna hefur endurnýjað samning við Opin kerfi um alrekstur á prentumhverfi þeirra. Opin kerfi hefur séð um allan rekstur prentumhverfis RB undanfarin þrjú ár með góðum árangri og nú hefur samningurinn verið endurnýjaður með fullkominni lausn frá HP sem lýtur að auðveldari losun prentunar og auknu öryggi við útprentun. Alrekstur prentumhverfis inniheldur tæki, rekstrarvöru og alla þjónustu ásamt því að vera vaktað og öll rekstrarvara s.s. pappír send sjálfkrafa. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. 

Þar segir að prentlausnin byggi á Access Control aðgangsstýringu þar sem starfsmenn sækja sína prentun með aðgangskorti og Security Center öryggislausn frá HP sem verndar prentumhverfið fyrir utanaðkomandi ógnum. „Við erum gríðarlega ánægð með ákvörðun Reiknistofu bankanna um að framlengja prentsamning sinn við Opin kerfi um þrjú ár til viðbótar. Þetta sýnir að við uppfyllum væntingar í mjög kröfuhörðu umhverfi“ er haft eftir Jónasi Þór Hreinssyni, viðskiptastjóra prentlausna hjá Opnum kerfum.

„Þjónusta og framkvæmd samningsins hefur gengið fullkomlega upp undanfarin 3 ár og sparað RB umtalsverða fjármuni og aukið þægindi í rekstri prentumhverfisins“ er haft eftir Magnúsi Böðvari Eyþórssyni framkvæmdastjóra tæknireksturs og þjónustu hjá RB.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK