Hafnar samkomulagi Uber við bílstjóra

AFP

Dómari í San Francisco í Bandaríkjunum hefur fellt úr gildi samkomulag sem leigubílaforritið Uber náði nýverið við 385 þúsund bílstjóra sem keyra fyrir fyrirtækið. 

Bílstjórarnir kröfðust þess að yfirmenn Uber litu á þá sem starfsmenn Uber, en ekki verktaka. Það þýðir að fyrirtækið þurfi að greiða þeim meðal annars lífeyri og tryggingar. Hótuðu þeir að höfða mál á hendur Uber, en að lokum komust þeir að samkomulagi við fyrirtækið sem kvað meðal annars á um að Uber greiddi þeim hundrað milljónir dala í sáttagreiðslu.

Dómari í San Francisco hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að samkomulagið hafi ekki verið „sanngjarnt, nægjanlegt eða skynsamlegt“.

Í tilkynningu sögðu yfirmenn Uber að niðurstaðan væri vonbrigði.

„Samkomulagið, sem báðir deiluaðilar samþykktu sameiginlega, var sanngjarnt og skynsamlegt. Ákvörðunin veldur okkur vonbrigðum og erum við að kanna möguleika okkar,“ sagði í tilkynningunni frá Uber.

Uber hafði samþykkt, samkvæmt samkomulaginu, að greiða bílstjórum í Kaliforníu og Massachusetts 84 milljónir dala til að byrja með.

Samkvæmt samkomulaginu fengju bílstjórarnir jafnframt 16 milljónir dala til viðbótar ef Uber tæki ákvörðun um að skrá sig á hlutabréfamarkað og ef markaðsvirði fyrirtækisins ykist um 150% frá því sem það var í desember 2015.

En áfram yrði þó litið á bílstjórana sem verktaka, ekki starfsmenn Uber.

Lögfræðingur bílstjóranna sagði á sínum tíma að um væri að ræða „sögulegt“ samkomulag.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK