„Ég hef fengið mjög mikið af kröftugum viðbrögðum,“ segir Ásgeir Haraldsson, prófessor í barnalækningum og yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, í samtali við mbl.is. „Og þau hafa öll verið á einn veg; fólki blöskrar svolítið þessar bónusgreiðslur,“ segir Ásgeir en hann hefur gagnrýnt bónusgreiðslur til hóps starfsmanna hjá eignarhaldsfélagi Kaupþings.
Frétt mbl.is: Yfirlæknir gagnrýnir bónusa Kaupþings
Ásgeir setti bónusgreiðslurnar í samhengi við heilbrigðiskerfið en hann segir bónusana sem um ræðir vera álíka háa og laun allra starfsmanna Barnaspítalans á einu ári.
Frétt mbl.is: Gætu fengið 1,5 milljarða í bónusgreiðslur
Ásgeir kveðst hafa fengið viðbrögð úr ýmsum áttum segist finna fyrir því að fólk hafi sterka skoðun á málinu og margir tekið í sama streng. „Fólk er orðið mjög vant því að heyra stórar tölur og áttar sig ekki á samhenginu en þegar svona er sett í samhengi við kostnað í heilbrigðiskerfinu eða menntakerfinu eða slíku þá blöskrar fólki held ég,“ segir Ásgeir.
Þá hefur BSRB jarnframt gagrýnt fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings sem bandalagið telur óásættanlegar og hefur skorað á Alþingi að bregðast við.