Frakkar munu óska eftir því í september við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að fríverslunarviðræðum við Bandaríkin verði slitið.
Þetta kom fram í máli aðstoðarviðskiptaráðherra Frakklands í útvarpsviðtali í morgun. Matthias Fekl sagði í viðtali við RMC-útvarpsstöðina að viðræðurnar njóti ekki pólitísks stuðnings í Frakklandi og því muni Frakkar óska eftir því að viðræðunum verði slitið.