Tilkynntu innkallanir á 630.000 bílum

Til stendur að innkalla um 8,5 milljónir bifreiða í heild …
Til stendur að innkalla um 8,5 milljónir bifreiða í heild vegna svindlsins. AFP

Þýsk stjórnvöld tilkynntu í dag að 630.000 bifreiðar, framleiddar af Volkswagen, skyldu vera innkallaðar svo að hægt sé að skipta út búnaði í bílunum sem gerir það að verkum að mengun frá þeim mælist minni en hún er í raun og veru.  Vakti það mikla athygli á síðasta ári þegar að upp komst að starfs­menn Volkswagen hefðu komið umræddum svindlbúnaði fyrir í 11 millj­ón­um dísil­véla. 

Samgöngustofnun Þýskalands, KBA, tilkynnti í dag að innkallanirnar myndu hefjast í dag á 10.500 Porsche Macan 4x4-bifreiðum, sem er ein söluhæsta vara Volkswagen. Í þýskri rannsókn sem gerð var fyrr á árinu kom í ljós að Macan-bílarnir væru meðal þeirra sem voru með svindlbúnaðinn.

Í tilkynningu KBA kemur fram að allir þeir bílaframleiðendur sem tengjast málinu hafi samþykkt að taka þátt í innköllunaraðgerðunum.

Samgönguráðuneyti Þýskalands hefur einnig fyrirskipað þvingaðar innkallanir á 2,4 milljónum Volkswagen-bifreiða vegna sama búnaðar. Þær hófust í janúar en hafa gengið hægar en gert var ráð fyrir.

Volkswagen í Evrópu framleiðir tólf bílategundir, allt frá Skoda upp í Audi og Bentley. Til stendur að innkalla um 8,5 milljónir bifreiða í heild vegna svindlsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK