Air Berlin var oftast á áætlun í ágúst af þeim sex flugfélögum sem fljúga oftast um Keflavíkurflugvöll. Air Berlin var einnig stundvísasta flugfélagið í júlí.
SAS og easyJet og Air Berlin voru reyndar álíka stundvís í heildina, nálægt 70%, samkvæmt könnun Dohop.
Um 71% áætlaðra flugferða Air Berlin voru á réttum tíma í ágúst. Stundvísi íslensku flugfélaganna er undir meðallagi ef allt flug þeirra sex flugfélaga sem könnunin nær til er skoðað, bæði við komur og brottfarir.
Í heildina var 65% alls flugs flugfélaganna sex um Keflavíkurflugvöll á réttum tíma í ágúst, samanborið við 54% í júlí.
Íslensku flugfélögin tvö, WOW air og Icelandair, eru í 4. og 5. sæti þegar allt flug er tekið saman, en Delta lenti í vandræðum í ágúst og aðeins um helmingur fluga félagsins voru á réttum tíma.