Aldrei sátt um kaupaukagreiðslur segir BSRB

Formannaráð BSRB.
Formannaráð BSRB.

Aldrei verður sátt um það í ís­lensku sam­fé­lagi að lít­ill hóp­ur ein­stak­linga fái háar kaupauka­greiðslur eins og tíðkuðust fyr­ir banka­hrunið 2008 að mati formannaráðs BSRB. Í álykt­un frá ráðinu er skorað á ís­lensk fyr­ir tæki að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð og hverfa ekki aft­ur til þess verklags sem átti þátt í hversu illa fór fyr­ir ís­lensku sam­fé­lagi í hrun­inu.


„Í álykt­un formannaráðs BSRB seg­ir að það hafi verið mein­semd í ís­lensku viðskipta­lífi fyr­ir hrun að greiða þeim sem sýslað hafi með fjár­muni griðar­háa kaupauka sem sjaldn­ast hafi verið í sam­ræmi við vinnu­fram­lag. Þar er bent á að fleiri hóp­ar beri ábyrgð í ís­lensku sam­fé­lagi en þeir sem kaupi og selji hluta­bréf, til dæm­is þeir sem sinni al­mannaþjón­ust­unni. Nær væri að bæta kjör þeirra hópa.

Stjórn­völd hafa sett ákveðinn ramma um kaupauka­greiðslur fjár­mála­fyr­ir­tækja, sem mega í dag ekki nema meiru en sem nem­ur 25 pró­sent­um af árs­laun­um starfs­manns. Formannaráð BSRB fagn­ar því að rammi hafi verið sett­ur, þó hann sé óþarf­lega víður.

„Ráðið tel­ur að fyr­ir­tæki sem ekki falla und­ir þessi lög ættu engu að síður að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð með því að líta til þess ramma sem þar er markaður og ganga ekki lengra en þar er gert ráð fyr­ir í kaupauka­greiðslum. Þannig geta þau sýnt að hér á landi býr ein þjóð sem deil­ir kjör­um, þar sem all­ir greiða til sam­fé­lags­ins til að viðhalda því vel­ferðar­kerfi sem við vilj­um öll búa við,“ seg­ir í álykt­un formannaráðs BSRB,“ sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá BSRB.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK