Hagstofan gerði afdrifarík mistök

Hagstofa Íslands.
Hagstofa Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Vegna mistaka Hagstofunnar hefur tólf mánaða taktur verðbólgu verið umtalsvert vanmetinn síðustu sex mánuðina. Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar tvöfaldaðist taktur verðbólgunnar í þessum mánuði og vísitala neysluverð hækkað milli mánaða um tæp 0,5 og er það tengt við leiðréttingu Hagstofunnar á fyrrnefndum mistökum. Hefur vísitala neysluverðs því verið vitlaust reiknuð í sex mánuði.

Verðbólga í september mælist 1,8% eftir 0,48% mánaðarhækkun VNV frá fyrri mánuði. Í ágúst var verðbólgutakturinn hins vegar 0,9%. VNV án húsnæðis lækkaði aftur á móti um 0,10% í september og miðað við þá vísitölu mælist 0,4% verðhjöðnun undanfarna 12 mánuði. Greiningaraðilar höfðu flestir spáð óbreyttri VNV milli mánaða, en ein spá hljóðaði þó upp á 0,3% hækkun.

Í Morgunkorni Greiningardeildar Íslandsbanka eru mistökin sögð afdrifarík þar sem þau hafa orðið til þess að allar verðtryggðar fjárskuldbindingar hafa verið gerðar upp miðað við ranga vísitölu neysluverðs undanfarið hálfa árið.

Þá hafa bæði hagstjórnaraðilar og aðilar á fjármálamarkaði unnið út frá röngum forsendum um verðbólguþróun á tímabilinu. Er Seðlabankinn þar á meðal sem byggði ákvörðun sína um vaxtalækkun í síðasta mánuði á forsendum um verðbólgu, verðbólguvæntingar og raunvexti sem hafa nú reynst bjagaðar vegna skekkju Hagstofunnar.

Að mati greiningadeildarinnar er það brýnt að Hagstofan fari yfir verklag sitt við útreikning vísitölu neysluverðs, svo slík mistök verði síður gerð í framtíðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK