Um mannleg mistök að ræða

Hagstofa Íslands.
Hagstofa Íslands. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

„Það lítur einfaldlega út fyrir að það hafi verið um mannleg mistök að ræða,“ segir Heiðrún Erika Guðmundsdóttir, deildarstjóri á sviði vísitalna hjá Hagstofu Íslands, í samtali við mbl.is. Greint var frá því í dag að vegna mistaka Hag­stof­unn­ar hafi tólf mánaða takt­ur verðbólgu verið um­tals­vert van­met­inn síðustu sex mánuði.

Frétt mbl.is: Hagstofan gerði afdrifarík miðstök

„Hagstofan að sjálfsögðu harmar mjög að þetta skuli hafa komið upp og við erum auðvitað bara að fara yfir það hvað olli því að það skyldi gerast og reyna að girða fyrir að það geti komið upp aftur,“ segir Heiðrún.

„Vísitala neysluverðs er náttúrlega fyrst og fremst mælikvarði og hlutverk hennar er að mæla verðlag á einkaneyslu og þegar að það uppgötvast svona villa í útreikningi þá er okkar hlutverk að laga það og það er auðvitað gengið í það.“

Hagstofan getur lítið sagt til um áhrif

Heiðrún segir að nú hafi mistökin verið leiðrétt hvað vísitöluna varðar, búið sé að færa hana á þann stað sem hún hefði annars verið í september ef mistökin hefðu ekki orðið, en aftur á móti sé það úr höndum Hagstofunnar að segja til um hvaða frekari áhrif þetta kann að hafa, til að mynda á verðtryggð lán.

„Nú svo er það þannig að sumir nota vísitölu neysluverðs til verðtryggingar og það er í sjálfu sér, utan sviðs Hagstofunnar, og Hagstofan getur í sjálfu sér ekkert blandað sér í það og hefur ekkert ákvörðunarvald hvað varðar hvernig verðtryggingu er háttað,“ segir Heiðrún sem treystir sér þar af leiðandi ekki til að tjá sig frekar um hvaða áhrif mistökin kunna að hafa í för með sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka