Um mannleg mistök að ræða

Hagstofa Íslands.
Hagstofa Íslands. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

„Það lít­ur ein­fald­lega út fyr­ir að það hafi verið um mann­leg mis­tök að ræða,“ seg­ir Heiðrún Erika Guðmunds­dótt­ir, deild­ar­stjóri á sviði vísi­talna hjá Hag­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is. Greint var frá því í dag að vegna mistaka Hag­stof­unn­ar hafi tólf mánaða takt­ur verðbólgu verið um­tals­vert van­met­inn síðustu sex mánuði.

Frétt mbl.is: Hag­stof­an gerði af­drifa­rík miðstök

„Hag­stof­an að sjálf­sögðu harm­ar mjög að þetta skuli hafa komið upp og við erum auðvitað bara að fara yfir það hvað olli því að það skyldi ger­ast og reyna að girða fyr­ir að það geti komið upp aft­ur,“ seg­ir Heiðrún.

„Vísi­tala neyslu­verðs er nátt­úr­lega fyrst og fremst mæli­kv­arði og hlut­verk henn­ar er að mæla verðlag á einka­neyslu og þegar að það upp­götv­ast svona villa í út­reikn­ingi þá er okk­ar hlut­verk að laga það og það er auðvitað gengið í það.“

Hag­stof­an get­ur lítið sagt til um áhrif

Heiðrún seg­ir að nú hafi mis­tök­in verið leiðrétt hvað vísi­töl­una varðar, búið sé að færa hana á þann stað sem hún hefði ann­ars verið í sept­em­ber ef mis­tök­in hefðu ekki orðið, en aft­ur á móti sé það úr hönd­um Hag­stof­unn­ar að segja til um hvaða frek­ari áhrif þetta kann að hafa, til að mynda á verðtryggð lán.

„Nú svo er það þannig að sum­ir nota vísi­tölu neyslu­verðs til verðtrygg­ing­ar og það er í sjálfu sér, utan sviðs Hag­stof­unn­ar, og Hag­stof­an get­ur í sjálfu sér ekk­ert blandað sér í það og hef­ur ekk­ert ákvörðun­ar­vald hvað varðar hvernig verðtrygg­ingu er háttað,“ seg­ir Heiðrún sem treyst­ir sér þar af leiðandi ekki til að tjá sig frek­ar um hvaða áhrif mis­tök­in kunna að hafa í för með sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK