Byrjaði níu ára í uppvaskinu

„Ég held að ég hafi byrjað níu ára í uppvaskinu og hef unnið hér samfleytt í 12 ár,“ segir Fanný Axelsdóttir sem starfar hjá fjölskyldufyrirtækinu Skólamat. Hún segir eitt það skemmtilegasta við starfið vera að ræða við krakka um skoðanir þeirra á matnum, sem geti verið fjölbreyttar og sterkar.

„Eitt það skemmtilegasta í minu starfi eru samskiptin við nemendur,“ segir Fanný. „Mér finnst alveg ótrúlega gaman að koma inn í bekki og fá að heyra í krökkunum og heyra hvað þeim finnst um matinn. Þau eru hreinskilin og einlæg.“ Það hafa allir skoðanir á mat að sögn Fannýjar og hann leikur lykilhlutverk í daglegu lífi fólks, börn eru þar ekki undanskilin og skoðanir þeirra geta verið sterkar.

Þrátt fyrir að hafa ekki fengið matreiðsluhæfileika föður síns í vöggugjöf segir hún mikla matarhefð í fjölskyldunni og að umræður innan fjölskyldunnar snúi gjarnan að mat og ekki síst fyrirtækinu. Fiskibollurnar sem fyrirtækið bjóði upp á eru gerðar eftir uppskrift ömmu Fannýjar sem hún segir gott dæmi um hvernig þau reyni að halda í heimilislegar rætur fyrirtækisins.

Í ræktina eftir vinnu

„Ég reyni að komast þrisvar til fjórum sinnum í viku í ræktina, út að hlaupa eða fara í góðan göngutúr,“ segir Fanný sem er fastagestur í líkamsræktarstöðinni Lífstíl. Stöðina segir hún passlega stóra og þar sé ekki of margt fólk þó að þar rekist hún gjarnan á vini og kunningja. Hreyfingin sé sér algerlega nauðsynleg þó að hún geti ekki sagt að hún hafi verið mikil íþróttamanneskja í gegnum tíðina. „Það tekur oft á að vera í starfsmannamálum, oft eru dagarnir erfiðir og þá er gott að koma í ræktina og dreifa huganum aðeins.“

Fanný hefur bæst í hóp Fagfólksins á mbl.is.

  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka