Ríkið eignast Geysissvæðið

Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigendanna, og Bjarni Benediktsson undirrituðu kaupsamninginn …
Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigendanna, og Bjarni Benediktsson undirrituðu kaupsamninginn í dag. ljósmynd/Fjármálaráðuneytið

Samningur um kaup ríkisins á öllum eignarhluta Landeigendafélags Geysis ehf. innan girðingar á Geysissvæðinu var undirritaður í dag. Með því var bundinn endi á áralangar viðræður um að ríkið eignaðist svæðið að fullu en deilur um gjaldtöku inn á svæðið rötuðu fyrir dómstóla fyrir tveimur árum.

Tilkynnt er um kaupin á vefsíðu fjármálaráðuneytisins en þar kemur fram að kaupverðið verði lagt í mat þriggja dómkvaddra matsmanna. Við undirritun samningsins tók ríkið formlega við umráðum alls lands sameigenda innan girðingar við Geysi. Þar með er ríkið orðið eigandi alls þess svæðis, en ríkið á þegar stóran hlut aðliggjandi landssvæða utan girðingar.

Svæðið innan girðingar á Geysi er u.þ.b. 19,9 hektarar að stærð. Innan þess svæðis átti ríkið sem séreign u.þ.b.2,3 hektara lands fyrir miðju svæðisins en þar eru hverirnir Geysir, Strokkur, Blesi og Óþverrishola. Það sem eftir stendur eða u.þ.b.17,6 ha. var í sameign ríkisins og Landeigendafélagsins.

Ráðuneytið segir samninginn marka tímamót því hann auðveldi heildstæða uppbyggingu á svæðinu í samræmi við niðurstöðu í hugmyndasamkeppni um Geysissvæðið sem haldin var fyrir nokkrum misserum.

Frétt á vef fjármálaráðuneytisins

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK