Íslenskt app í Xbox

Hjónin Pratik Kumar og Kristín Ósk Óskars.
Hjónin Pratik Kumar og Kristín Ósk Óskars. Ljósmynd/Aðsend

Nú er hægt að fá appið AirServer á Xbox og er þetta fyrsta íslenska appið sem kemst á þann markað. AirServer veitir notendum sínum þá leið til þess að spila leiki á farsíma á Xbox One-tölvu. Einnig er hægt að nota appið til þess að spila tónlist af Spotify og Apple Music eða horfa á sjónvarp í gegnum Xbox One-tölvu.

Framleiðandi AirServer er fyrirtækið App Dynamic ehf. sem stofnað var af hjónunum Pratik Kumar og Kristínu Ósk Óskars árið 2011.

AirServer er með rúmlega tvær milljónir notenda og er það helst notað í kennslustofum þar sem kennarar geta sent mynd­ir frá spjald­tölv­um upp á stór­an skjá eða töflu.

Fyrri frétt mbl.is: Íslenskt „app“ slær í gegn

AirServer er svokallað AirPlay app sem virkar á Mac, PC …
AirServer er svokallað AirPlay app sem virkar á Mac, PC og Xbox-tölvur. Appið er hugsað sem lausn fyr­ir not­end­ur sem streym­a efni milli tækja og opn­ar þannig aðgang að kvik­mynd­um, ljós­mynd­um, tónlist og per­sónu­leg­um mynd­bönd­um.

AirServer er svokallað AirPlay app sem virkar á Mac, PC og Xbox-tölvur. Appið er hugsað sem lausn fyr­ir not­end­ur sem streym­a efni milli tækja og opn­ar þannig aðgang að kvik­mynd­um, ljós­mynd­um, tónlist og per­sónu­leg­um mynd­bönd­um.

Gríðarleg velgengni síðustu ár

Í samtali við mbl.is segir Pratik að velgengni AirServer fyrir Mac og PC tölvur hafi verið gríðarleg síðustu ár og er App Dynamic ehf. nú orðið mjög arðsamt fyrirtæki. Segir Pratik að koma AirServer á Xbox-markaðinn skapi aðra sterka tekjuleið fyrir fyrirtækið. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum áhuga frá þeim sem spila tölvuleiki í gegnum þessi tæki og sjálfu Microsoft og kom það okkur svolítið á óvart,“ segir Prakit í samtali við mbl.is.

Hann hefur nú fengið staðfest frá verkefnastjóra Xbox að AirServer verði auglýst í sjálfri Xbox-„versluninni“ þar sem notendur Xbox kaupa öpp. „Það þýðir að ef þú skoðar Xbox-verslunina sérðu AirServer á forsíðunni. Það hefur orðið til þess að salan hefur stóraukist,“ segir Pratik. Þess má geta að AirServer er eina appið í Xbox-versluninni sem þarf að borga fyrir en hægt er að frá appið fyrir 20 bandaríkjadali eða um 2.300 íslenskar krónur.

Heimasíða AirServer

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK