Voru ekki komnir í sölu hér á landi

Símarnir voru ekki komnir í sölu hér á landi þegar …
Símarnir voru ekki komnir í sölu hér á landi þegar að gallinn kom í ljós en í einhverjum tilfellum getur verið að Íslendingar hafi keypt símann erlendis. AFP

Samsung Galaxy Note 7-snjallsímar voru ekki komnir í sölu hér á landi þegar þeir voru innkallaðir vegna eldhættu í rafhlöðu í síðasta mánuði. Fregnir bárust af því í gær að Samsung hefði hætt framleiðslu á símanum á meðan rannsókn á gallanum stendur yfir.

Í samtali við mbl.is segir Björn Björnsson, markaðsstjóri Tæknivara sem flytur inn Samsung hér á landi, að símarnir hafi ekki verið komnir í sölu hér á landi þegar að gallinn kom í ljós en í einhverjum tilfellum geti verið að Íslendingar hafi keypt símann erlendis.

„Við höfum fengið hingað eitt tæki sem var keypt í Asíu,“ segir Björn en stjórnendur Tæknivara fylgjast vel með fregnum af málinu en þeir hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir frá viðskiptavinum vegna þess. „Það var gríðarlegur áhugi fyrir þessu tæki og við vorum byrjuð að forselja það þegar þetta kom upp. Nú er verið að huga að því hvernig það verður leyst,“ segir Björn og bætir við að ekki sé vitað hvort að síminn komi hingað til lands yfir höfuð. Það ætti þó að skýrast á næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka