Pressan yfirtekur ÍNN

ÍNN hefur verið í eigu hjónanna Ingva Hrafns Jónssonar og …
ÍNN hefur verið í eigu hjónanna Ingva Hrafns Jónssonar og Ragnheiðar Söru Hafsteinsdóttur. Ingvi Hrafn hefur öll árin verið þar með þátt sinn Hrafnaþing. ÍNN

Fjölmiðlafyrirtækið Pressan ehf. er að taka yfir rekstur ÍNN-Íslands Nýjasta Nýtt ehf, sem rekur sjónvarpsstöðina ÍNN. Það er Ingvi Hrafn Jónsson, stofnandi og eigandi félagsins, sem tilkynnir fjölmiðlanefnd um yfirtökuna, en Vísir segist hafa bréf þess að lútandi undir höndum.

Kemur þar fram að salan sé að frumkvæði Ingva Hrafns, en hann segir í bréfinu að niðurstaða sölumeðferðar hafi verið að ganga til samninga við Björn Ingi Hrafnsson og félag hans Pressuna ehf. Þá segir að ástæða fyrir sölunni sé að Ingvi Hrafn sé kominn á aldur og starfsþrek hans sé ekki jafn mikið og áður.  Hann áformi þó að halda áfram með þátt sinn Hrafnaþing, þrátt fyrir breytt eignarhald.

Mbl.is náði ekki tali af Birni Inga eða Ingva Hrafni við vegna þessara frétta.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK