Mun kosta Samsung 616 milljarða

AFP

Heildarkostnaður við það að taka Galaxy Note 7 snjallsímann af markaði verður að minnsta kosti 4,4 milljarðar punda, jafnvirði 616 milljarða íslenskra króna. Samsung greinir frá þessu í dag en fyrirtækið hafði fyrr í vikunni lækkað afkomuspá sína um 1,9 milljarða punda.

2,5 milljónir Note 7 síma voru innkallaðir í síðasta mánuði eftir að upp kom galli sem getur valdið því að það kviknar í rafhlöðum símans. Framleiddir voru nýir símar sem áttu að vera lausir við gallann en í ljós kom að þeir áttu við sama vandamál að stríða. Samsung hefur nú tekið símann af markaði.

Síminn var kynntur til sögunnar í ágúst og átti að vera helsti samkeppnisaðili nýjasta síma Apple, iPhone 7.

Þrátt fyrir tekjutapið er gert ráð fyrir því að Samsung hagnist um 5,2 trilljón suður-kóresk won eða jafnvirði 518 milljarða króna á þriðja fjórðungi ársins.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK