Leiðréttir ný neytendalán vegna villu Hagstofunnar

„Almennt hafa þessi mistök Hagstofunnar hverfandi áhrif á viðskiptavini bankans …
„Almennt hafa þessi mistök Hagstofunnar hverfandi áhrif á viðskiptavini bankans og í raun hafa þau jákvæð áhrif á viðskiptavini með eldri verðtryggð lán. Áhrifin eru hins vegar neikvæð á ný neytendalán sem voru tekin þegar vísitalan var ekki rétt, en stærsti hluti þeirra er íbúðalán,“ segir í tilkynningu. mbl.is/Eggert

Arion banki mun taka tillit til leiðréttingar Hagstofunnar um næstu mánaðamót og leiðrétta vísitölubundna höfuðstólshækkun þeirra neytendalána sem tekin voru þegar vísitalan var röng. Í tilkynningu frá bankanum segir að þessi aðgerð sé umfram skyldur bankans en að stjórnendur telji það sanngirnismál að neytendur, sem tóku lán á þessu tímabili, beri ekki kostnað af þessum mistökum Hagstofunnar.

Umrædd mistök urðu hjá Hagstofunni í mars við útreikning á neysluverðsvísitölunni sem leiðrétt voru nú í  september. Hagstofan leiðrétti aðeins septembergildi vísitölunnar en ekki eldri gildi. Hefði þessi leiðrétting ekki komið til, hefði mánaðarbreyting vísitölunnar í september verið 0,21% í stað 0,48%. Mismunurinn er 0,27 prósentustig.

„Almennt hafa þessi mistök Hagstofunnar hverfandi áhrif á viðskiptavini bankans og í raun hafa þau jákvæð áhrif á viðskiptavini með eldri verðtryggð lán. Áhrifin eru hins vegar neikvæð á ný neytendalán sem voru tekin þegar vísitalan var ekki rétt, en stærsti hluti þeirra er íbúðalán,“ segir í tilkynningu.

Arion banki mun því taka tillit til leiðréttingar Hagstofunnar um næstu mánaðamót og verða þeir viðskiptavinir sem leiðréttingin nær til upplýstir sérstaklega um hana og áhrif hennar á lán þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK