„Þetta gerir maður á meðan maður stendur í lappirnar“

„Þetta gerir maður á meðan maður stendur í lappirnar,“ segir rennismiðurinn Márus Daníelsson um áhugamálið sem er mótorsport af ýmsu tagi. Það sé líka stór hluti af áhugamálinu að gera við og betrumbæta hjólin: að smíða íhluti og prófa þá síðan og meta hvort þeir hafi heppnast eða ekki.

Márus starfar hjá fjölskyldufyrirtækinu Vélvík þar sem hann smíðar hluti af öllum stærðum og gerðum. Þar hefur hann starfað frá 17 ára aldri en Daníel Guðmundsson faðir hans stofnaði fyrirtækið árið 1989 og þar hafa flestir í fjölskyldunni unnið á einhverjum tímapunkti.

Móðir Márusar er gjaldkeri og systir hans er í bókhaldinu á meðan bróðir Márusar starfar við hlið hans á gólfinu á verkstæðinu sem hann segir setja skemmtilegan brag fyrirtækið. „Það eru 20 ár á milli mín og yngstu systur minnar og við þekkjum hvort annað orðið mjög vel. Ég var fluttur að heiman þegar hún fæddist,“ segir Márus og hlær við.

Tækjabúnaður fyrirtækisins er afar fullkominn sem gerir framleiðsluna fjölbreytta, Márus segist hafa smíðað agnarsmáa íhluti fyrir fyrirtæki á borð við Össur upp í 1.000 kílóa loka  fyrir Orkuveituna. Verkefnin eru því ólík og dagarnir sömuleiðis sem Márus segir stóran kost.

Í gegnum tíðina hefur hann einnig dundað sér við að smíða smíða ýmsa hluti eftir eigin höfði. Forláta víkingaöxi, beltissylgjur og varahlutir fyrir mótorsport eru á meðal þeirra hluta sem Márus hefur smíðað eftir eigin höfði.

Márus hefur bæst í hóp Fagfólksins á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK