Samþykkt hefur verið af hálfu evrusvæðisins að lána Grikkjum 2,8 milljarða evra en um er að ræða áfanga í þriðja hluta björgunaraðgerðarinnar sem miðar að því að bjarga Grikklandi frá gjaldþroti.
Í tilkynningu frá framkvæmdastjórum stöðugleikasjóðs Evrópu, sem fer með stýringu á lánveitingum til gríska ríkisins, segir að gríska þjóðin sé á réttri leið í átt að stöðugleika.