Gætu fyllt 28 gáma af eiturefnaúrgangi

Að sögn Samsung, sem er stærsti snjallsímaframleiðandi heims, höfðu rúmlega …
Að sögn Samsung, sem er stærsti snjallsímaframleiðandi heims, höfðu rúmlega þrjár milljónir Note 7 síma verið seldir um allan heim þegar málið komst upp. AFP

Samtökin Greenpeace hafa harðlega gagnrýnt tæknifyrirtækið Samsung og saka það um að hafa ekki gefið upp hvernig það ætli að farga milljón snjallsíma sem það þurfti að innkalla á dögunum. Samsung gæti fyllt um 28 gáma af eiturefnaúrgangi kjósi fyrirtækið ekki að endurvinna símana samkvæmt Greenpeace. 

Samsung ákvað í síðasta mánuði að hætta sölu og framleiðslu á Galaxy Note 7-snjallsímunum eftir að það kviknaði ítrekað í þeim.

Að sögn Samsung, sem er umsvifamesti snjallsímaframleiðandi heims, höfðu rúmlega þrjár milljónir Note 7 síma verið seldar um allan heim þegar málið komst upp. Greenpeace telur líkur á því að 1,3 milljónir síma í viðbót hafi verið framleiddar en ekki seldar. Það gerir um 20 tonn af kóbalti, eitt tonn af volframi, rúmlega eitt tonn af silfri og 100 kíló af gulli.

Samsung sagðist í dag vera að skoða upplýsingar frá Greenpeace en vildi ekki tjá sig um þær að öðru leyti.

Greenpeace hefur hvatt Samsung til þess að endurvinna eins mikið og hægt sé af símunum og segir málið tækifæri fyrir Samsung og snjallsímaiðnaðinn til þess að breyta um takt.

„Þeir voru að drífa sig að framleiða þennan síma því þeir vildu koma honum á markað á undan iPhone 7. Það er vandamálið.“ sagði talskona Greenpeace, Maria Elene De Matteo. „Þessi hraða neysla er augljóslega ekki að virka.“

Frétt CNN.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK