Konur á frönskum vinnumarkaði eru hvattar til þess að ganga út af vinnustöðum sínum klukkan 16.34 á mánudaginn, 7. nóvember. Ástæðan er kynbundinn launamunur í Frakklandi. Vísað er til útgöngu íslenskra kvenna á kvennafrídaginn nýverið.
Tímasetningin miðast við það þegar konur vinna kauplaust, að því er fram kemur í fréttabréfinu
Les Glorieuses á Facebook. Þar segir að nú sé nóg komið og ræða þurfi af fullri alvöru um kynbundinn launamun í Frakklandi.
Talið er að ef margar konur taki þátt í átakinu verði miklar raskanir á frönsku athafnalífi, þar sem 48% þeirra sem eru á vinnumarkaði eru konur. Samkvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum bendir ekkert til þess að kynbundnum launamun verði útrýmt fyrr en árið 2186.
„Við viljum ekki bíða til ársins 2186 til þess að fá greitt á jafningjagrundvelli. Við viljum ekki þurfa að bíða í 170 ár eftir því að jafnrétti ríki.