20.000 króna munur á Hagkaup og Tesco

Úr vefverslun Hagkaupa. Varan er ekki lengur í vefversluninni.
Úr vefverslun Hagkaupa. Varan er ekki lengur í vefversluninni. Skjáskot

„Maður á bara ekki orð. Ég hef oft séð mikla álagn­ingu en ekki svona mikla,“ seg­ir Jó­hanna Ýr Ólafs­dótt­ir en í vik­unni vakti hún at­hygli á Lego-kassa sem kostaði 26.999 í Hag­kaup­um en tæp 45 pund í vef­versl­un Tesco eða um 6.259 ís­lensk­ar krón­ur. Færsla Jó­hönnu á Face­book hef­ur vakið mikla at­hygli og verið deilt næst­um því þrjú hundruð sinn­um.

Með færsl­unni fylgja þrjú skjá­skot; úr vef­versl­un Hag­kaupa, vef­versl­un Toys R Us og vef­versl­un Tesco. Í Hag­kaup kost­ar kass­inn eins og fyrr seg­ir 26.999 krón­ur en 11.999 krón­ur í Toys R Us á sér­stöku til­boði. Hann var fyr­ir á 19.999 krón­ur. Þá kostaði ná­kvæm­lega sama vara 44,99 pund í vef­versl­un Tesco.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Jó­hanna þó að eft­ir að hún birti færsl­una á þriðju­dag­inn hafi var­an verið lækkuð í vef­versl­un Hag­kaupa í 17.999 krón­ur. Nú hef­ur hún hins­veg­ar verið tek­in þaðan út.

Jó­hanna seg­ist alltaf fara til út­landa til þess að kaupa m.a. leik­föng handa börn­un­um sín­um. Hún seg­ir það marg­borga sig. Hún seg­ir að það sé ekki hægt að kenna toll­um, virðis­auka og flutn­ings­kostnaði um þenn­an rúm­lega 20.000 króna mun og velt­ir fyr­ir sér hvort  af­nám tolla sé að skila sér til neyt­enda.

„Það er verið að ham­ast í stjórn­mála­mönn­um um að gera eitt­hvað í þess­um verðmun en lítið breyt­ist. En það virðist sem það séu versl­un­ar­eig­end­urn­ir sem bera sök­ina.“

Upp­fært klukk­an 15.10

Í skrif­legu svari frá Gunn­ari Inga Sig­urðssyni, fram­kvæmda­stjóra Hag­kaupa, við fyr­ir­spurn mbl.is seg­ir að verðið á vör­unni skýrist af heild­sölu­verði frá heild­sala sem er Duplo ehf. Að sögn Gunn­ars hef­ur það greini­lega verið úr takti við raun­veru­leik­ann þó svo að geng­is­mál geti mögu­lega spilað eitt­hvert hlut­verk en vissu­lega ekki svona mikið. Í svar­inu seg­ir jafn­framt að var­an sé ekki leng­ur til hjá Hag­kaup­um. 

„Við mun­um fara yfir þessi verðmál með heild­sala enda okk­ur mikið hjart­ans mál að hafa verð á leik­föng­um sem lægst og halda versl­un í land­inu,“ seg­ir í svari Gunn­ars. 

Hér má sjá sömu vöru í vefverslun Tesco, á 44,99 …
Hér má sjá sömu vöru í vef­versl­un Tesco, á 44,99 pund. Skjá­skot úr vef­versl­un Tesco
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK