Hvað borðar þú mikið af súkkulaði?

„Ég er yfirleitt spurður að því hvað ég borði mikið af súkkulaði og hvort ég geri eitthvað annað,“ segir súkkulaðigerðarmaðurinn Hjalti Lýðsson um viðbrögð fólks þegar það heyrir hvað hann geri. Starfstitillinn kveiki gjarnan áhuga fólks enda séu þeir ekki margir sem kunni ekki að meta súkkulaði.

Svarið við spurningunni er að hann borðar ekki svo mikið súkkulaði í vinnunni. „Ég smakka mikið, það er það sem felst í vinnunni og ég er eiginlega búinn með kvótann þegar ég fer heim á daginn,“ segir Hjalti, sem hefur bæst í hóp Fagfólksins á mbl.is.

Hjalti, sem starfar sem framleiðslustjóri hjá Hafliða Ragnarssyni, sem rekur konfektframleiðslu og Mosfellsbakarí, lærði í Danmörku þar sem hann bjó í ein tíu ár en Hjalti hefur starfað í bakaríum frá sextán ára aldri.

Bakteríuna segist hann hafa fengið þegar hann vann með belgískum súkkulaðigerðarmanni á Kaffi Konditori. Dani segir hann borða meira af dökku súkkulaði en okkur Íslendinga, hinsvegar virðist þeir vera komnir upp á bragðið með að blanda lakkrís og súkkulaði saman eins tíðkast hér á landi og virðist þessi blanda sífellt njóta meiri vinsælda þar ytra.

Farið yfir málin í pottunum

Hjalti segist hafa lært að meta íslensku sundmenninguna upp á nýtt á meðan hann bjó í Danmörku og þá sérstaklega heitu pottana. Hann hittir gamla félaga úr Breiðholtinu á hverjum þriðjudegi í Breiðholtslaug en einn stærsta kostinn við staðsetninguna segir hann vera að enginn sé með síma á sér í pottunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka