Handvömm Landsbankans

Ríkisendurskoðun hefur á árinu unnið að skýrslu um sölu Landsbankans …
Ríkisendurskoðun hefur á árinu unnið að skýrslu um sölu Landsbankans á ákveðnum eignum út úr bankanum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

 Á fund­um sem Steinþór Páls­son, banka­stjóri Lands­bank­ans, átti með Rík­is­end­ur­skoðun í ág­úst og sept­em­ber féllst banka­stjór­inn á að lík­ast til hefði bank­inn gleymt að spyrja for­svars­menn greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­is­ins Borg­un­ar út í aðild þess að Visa Europe, þegar bank­inn seldi 31,2% hlut sinn í fyr­ir­tæk­inu í árs­lok 2014. Þetta kem­ur fram í drög­um að skýrslu sem Rík­is­end­ur­skoðun vinn­ur nú að og varðar sölu bank­ans á nokkr­um lyki­leign­um í hans eigu á síðustu árum.

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Páls­son, banka­stjóri Lands­bank­ans. mbl.is/Ó​mar

Harðar deil­ur hafa risið milli bank­ans og fyr­ir­tæk­is­ins í kjöl­far þess að upp­lýst var um að vegna val­rétt­ar sem Visa Inc. hef­ur nýtt gagn­vart Visa Europe, mun Borg­un hagn­ast um ríf­lega 9 millj­arða króna. Sú fjár­hæð var hvergi lögð til grund­vall­ar við verðmat á hlutn­um sem Lands­bank­inn seldi en nú er talið ljóst að end­an­leg greiðsla fyr­ir hlut­inn muni nema 2.139 millj­ón­um króna.

Svo harka­lega hef­ur slegið í brýnu milli fyr­ir­tækj­anna að Lands­bank­inn til­kynnti fyrr á ár­inu að hann mundi höfða mál gegn Borg­un vegna máls­ins og tel­ur í því sam­bandi að upp­lýs­ing­um um val­rétti Visa Inc. gagn­vart Visa Europe hafi verið haldið leynd­um fyr­ir bank­an­um.

 Létu gögn um Borg­un eiga sig

Í fyrr­nefnd­um skýrslu­drög­um kem­ur fram að Lands­bank­inn hafi viður­kennt að starfs­menn bank­ans hafi ekki skoðað þau gögn sem þeim var veitt­ur aðgang­ur að og for­svars­menn Borg­un­ar lögðu fram í gagna­her­bergi sem opnað var í kjöl­far und­ir­rit­un­ar kaup­samn­ings. Þeim gögn­um var ætlað að gera kaup­and­an­um kleift að fram­kvæma laga- og tækni­lega áreiðan­leika­könn­un á fyr­ir­tæk­inu.

Seg­ir Rík­is­end­ur­skoðun að þessi staðreynd valdi því að ábyrgð bank­ans sé mik­il enda hafi gagna­her­bergið sem um ræðir haft mikla þýðingu. Hafi þar verið að finna gögn sem sýnt hafi með óyggj­andi hætti fram á aðild Borg­un­ar að Visa Europe. að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Upp­fært 14:22

Borist hef­ur at­hug­semd vegna full­yrðing­ar í frétt­inni þess efn­is að Hauk­ur Odds­son, for­stjóri Borg­un­ar, hafi leitt fjár­festa­hóp­inn sem keypti hlut Lands­bank­ans í Borg­un. Það er ekki rétt og leiðrétt­ist það hér með.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK