Löggjöf um aflandskrónur í samræmi við EES-samninginn

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur lokið athugun á tveimur málum vegna kvartana varðandi íslenska löggjöf um eign á aflandskrónum. Lögin sem kvartanirnar snúa að eru liður í aðgerðum íslenskra stjórnvalda til að losa fjármagnshöft. ESA telur lögin vera í samræmi við EES-samninginn.

Fram kemur í tilkynningu frá ESA, að EES-samningurinn heimili EES-ríkjunum að grípa til verndarráðstafana ef þau glíma við greiðslujöfnunarvanda. Efnahags- og peningastefna ríkjanna geti í slíkum tilvikum miðað að því að yfirstíga efnahagsþrengingar.

„ESA telur meðferð íslenskra stjórnvalda á aflandskrónum til ráðstafana sem samræmast EES-samningnum. Markmið laganna er að skapa grundvöll fyrir frjálst flæði íslensku krónunnar, sem á endanum mun gera Íslandi kleift að taka á ný fullan þátt í frjálsum fjármagnsflutningum,“ segir Frank J. Büchel, sem fer með málefni fjármálamarkaða í stjórn ESA, í tilkynningu.

Þá segir ennfremur, að í júní 2016 hafi ESA borist tvær kvartanir vegna lagasetningar um eign á aflandskrónum. Kvartanirnar byggðust á því að rök íslenskra stjórnvalda og tilvísun í verndarsjónarmið eigi sér ekki stoð miðað við núverandi efnahagsástand á Íslandi.

„Þótt efnahagur íslenska ríkisins hafi styrkst á undanförnum árum telur ESA það ekki fela í sér að greiðslujöfnunarvandi Íslands hafi verið leystur.  Því sé enn ekki tryggt að ekki verði  óstöðugleiki í kjölfar afnáms hafta. Standi EES-ríki frammi fyrir greiðslujöfnunarvanda eða sé alvarleg hætta á að örðugleikar skapist, hafa stjórnvöld og löggjafinn talsvert svigrúm til að grípa til verndarráðstafana.

ESA telur að lagasetningin falli innan þessa svigrúms og hefur því ákveðið að loka málunum,“ segir í tilkynningunni.

Ákvörðunia má lesa í heild sinni hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK