Actavis segir 200 upp á Möltu

Actavis ætlar að fækka starfsmönnum um 200 fyrir árslok 2017 á Möltu. Um er að ræða lið í endurskipulagningu rekstrar eftir yfirtöku Teva á fyrirtækinu.

Líkt og fram kom á mbl.is um mitt síðasta ár (29. júní 2015) lokar Actavis lyfjaverksmiðju sinni í Hafnarfirði um mitt næsta ár. Þrjú hundruð manns störfuðu í lyfja­verk­smiðju Acta­vis á Íslandi þegar tilkynnt var um uppsagnirnar.

Frétt mbl.is: Sagt frá hópuppsögnum í morgun

Tilkynnt var um uppsagnirnar á Möltu í síðustu viku og var það ráðherra efnahagsmála á Möltu, Chris Cardona, sem greindi frá þessu á blaðamannafundi. Stjórnvöld ætla að taka þátt í að aðstoða starfsmenn Actavis við að finna störf við hæfi eftir uppsagnirnar. Hann segir að stjórnvöld ætli sér að tryggja að allir verði komnir með aðra vinnu áður en þeir hætta hjá Actavis.

Það þýði hins vegar ekki að ríkið bjóði þeim öllum vinnu því önnur lyfjafyrirtæki, svo sem Aurobindo, hafa lýst yfir áhuga á að ráða hluta starfsmannanna til sín.

Menntamálaráðherra Möltu, Evarist Bartolo, lýsti yfir vonbrigðum með ákvörðun Actavis, bæði tímasetningu uppsagna og viðhorfið sem fyrirtækið sýni. „Svona á ekki að koma fram við starfsfólk. Sérstaklega ekki nokkrum vikum fyrir jól,“ segir hann.

Alls starfa 540 hjá Actavis Limited í tveimur verksmiðjum á Möltu, Bulebel og Ħal Far.

Frétt Times of Malta

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK