Aldrei meiri áhugi á að „fóstra“ hænu

Í búi Júlíusar í Þykkvabæ eru um 230 hænur og …
Í búi Júlíusar í Þykkvabæ eru um 230 hænur og 35 hanar. Fólki stendur til boða að kaupa fugla af búinu en einnig að taka landnámshænu „í fóstur“ og borga undir hana á meðan Júlíus sér um hænuna. Í staðinn fær maður eggin úr hænunni og geta þau verið allt að 220 á ári. Morgunblaðið/Golli

Júlí­us Már Bald­urs­son, sem rek­ur stærsta bú lands­ins með ís­lensku land­náms­hæn­una, held­ur að nú verði loks al­menni­leg vakn­ing meðal fólks þegar það kem­ur að vel­ferð dýra í land­búnaði. Júlí­us hef­ur varla haft und­an við að svara sím­töl­um í dag frá fólki sem vill taka land­náms­hæn­ur í fóst­ur og fá egg frá þeim.

Í búi Júlí­us­ar í Þykkvabæ eru um 230 hæn­ur og 35 han­ar. Fólki stend­ur til boð að kaupa fugla af bú­inu en einnig að taka land­náms­hænu „í fóst­ur“ og borga und­ir hana á meðan Júlí­us sér um hæn­una. Í staðinn fær maður egg­in úr hæn­unni og geta þau verið allt að 220 á ári.

„Ég heyrði bara strax eft­ir þátt­inn að fólk var í áfalli og miður sín. Það var líka reitt, bæði út af meðferðinni og ekki síður út í MAST og það að stofn­un sem fær 1,6 millj­arða á ári í rekst­ur skuli ekki standa sig bet­ur,“ seg­ir Júlí­us í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ist vona að með þessu verði vakn­ing meðal al­menn­ings. „Þetta er auðvitað bara glæp­sam­leg hegðun gagn­vart neyt­and­an­um. Ég vona að það verði nú al­menni­leg vakn­ing en það er á sama tíma leiðin­legt að það þurfi alltaf eitt­hvað svona til að fólk vakni.“

Þetta er auðvitað bara glæpsamleg hegðun gagnvart neytandanum. Ég vona …
Þetta er auðvitað bara glæp­sam­leg hegðun gagn­vart neyt­and­an­um. Ég vona að það verði nú al­menni­leg vakn­ing en það er á sama tíma leiðin­legt að það þurfi alltaf eitt­hvað svona til að fólk vakni,“ seg­ir Júlí­us. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Bíða hans 330 tölvu­póst­ar

Hann seg­ir mikla aukn­ingu hafa orðið meðal þétt­býl­is­búa um hænsna­hald en fyr­ir nokkr­um árum fóru borg­ar­yf­ir­völd í Reykja­vík að leyfa fólki að hafa 3-4 hæn­ur í bak­g­arðinum en enga hana. Júlí­us seg­ir aukn­ing­una end­ur­spegl­ast í áhug­an­um á rekstri hans í Þykkvabæ.  

Áhug­inn hafi þó aldrei verið eins mik­ill og eft­ir þátt­inn í gær­kvöldi. „Ég var að taka síðustu sím­töl­in rétt eft­ir miðnætti. Sím­inn stoppaði ekki ,hvorki heimasím­inn né farsím­inn. Þetta voru yfir 60 sím­töl í gær­kvöldi,“ seg­ir Júlí­us. Þá hef­ur sím­inn ekki stoppað í dag. „Það bíða mín síðan 330 tölvu­póst­ar og Face­book-síðan log­ar.“

Hann seg­ir flesta sem hafa sam­band hafa áhuga á því að taka hænu í fóst­ur.

MAST þarf að fara í nafla­skoðun

Júlí­us seg­ir þetta mál aug­ljós­lega hafa ýtt við fólki og hann seg­ir mik­il­vægt að muna hlut­verk MAST. Bend­ir hann á að Brúnegg hafi ný­lega fengið leyfi fyr­ir þriðja bú­inu frá MAST þrátt fyr­ir að aðbúnaður dýr­anna hafi ekki verið í lagi.

 „Það er MAST sem verður að axla ábyrðina og þau verða að mínu mati að fara í ákveðna nafla­skoðun. Maður bara spyr sig, hvað ætli mörg þúsund fugl­ar hafi drep­ist þarna á ári?“

Hér er hægt að fræðast um ís­lensku land­náms­hæn­una í Þykkvabæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK