Aldrei meiri áhugi á að „fóstra“ hænu

Í búi Júlíusar í Þykkvabæ eru um 230 hænur og …
Í búi Júlíusar í Þykkvabæ eru um 230 hænur og 35 hanar. Fólki stendur til boða að kaupa fugla af búinu en einnig að taka landnámshænu „í fóstur“ og borga undir hana á meðan Júlíus sér um hænuna. Í staðinn fær maður eggin úr hænunni og geta þau verið allt að 220 á ári. Morgunblaðið/Golli

Júlí­us Már Bald­urs­son, sem rekur stærsta bú landsins með íslensku landnámshænuna, heldur að nú verði loks almennileg vakning meðal fólks þegar það kemur að velferð dýra í landbúnaði. Júlíus hefur varla haft undan við að svara símtölum í dag frá fólki sem vill taka landnámshænur í fóstur og fá egg frá þeim.

Í búi Júlíusar í Þykkvabæ eru um 230 hænur og 35 hanar. Fólki stendur til boð að kaupa fugla af búinu en einnig að taka landnámshænu „í fóstur“ og borga undir hana á meðan Júlíus sér um hænuna. Í staðinn fær maður eggin úr hænunni og geta þau verið allt að 220 á ári.

„Ég heyrði bara strax eftir þáttinn að fólk var í áfalli og miður sín. Það var líka reitt, bæði út af meðferðinni og ekki síður út í MAST og það að stofnun sem fær 1,6 milljarða á ári í rekstur skuli ekki standa sig betur,“ segir Júlíus í samtali við mbl.is.

Hann segist vona að með þessu verði vakning meðal almennings. „Þetta er auðvitað bara glæpsamleg hegðun gagnvart neytandanum. Ég vona að það verði nú almennileg vakning en það er á sama tíma leiðinlegt að það þurfi alltaf eitthvað svona til að fólk vakni.“

Þetta er auðvitað bara glæpsamleg hegðun gagnvart neytandanum. Ég vona …
Þetta er auðvitað bara glæpsamleg hegðun gagnvart neytandanum. Ég vona að það verði nú almennileg vakning en það er á sama tíma leiðinlegt að það þurfi alltaf eitthvað svona til að fólk vakni,“ segir Júlíus. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bíða hans 330 tölvupóstar

Hann segir mikla aukningu hafa orðið meðal þéttbýlisbúa um hænsnahald en fyrir nokkrum árum fóru borgaryfirvöld í Reykjavík að leyfa fólki að hafa 3-4 hænur í bakgarðinum en enga hana. Júlíus segir aukninguna endurspeglast í áhuganum á rekstri hans í Þykkvabæ.  

Áhuginn hafi þó aldrei verið eins mikill og eftir þáttinn í gærkvöldi. „Ég var að taka síðustu símtölin rétt eftir miðnætti. Síminn stoppaði ekki ,hvorki heimasíminn né farsíminn. Þetta voru yfir 60 símtöl í gærkvöldi,“ segir Júlíus. Þá hefur síminn ekki stoppað í dag. „Það bíða mín síðan 330 tölvupóstar og Facebook-síðan logar.“

Hann segir flesta sem hafa samband hafa áhuga á því að taka hænu í fóstur.

MAST þarf að fara í naflaskoðun

Júlíus segir þetta mál augljóslega hafa ýtt við fólki og hann segir mikilvægt að muna hlutverk MAST. Bendir hann á að Brúnegg hafi nýlega fengið leyfi fyrir þriðja búinu frá MAST þrátt fyrir að aðbúnaður dýranna hafi ekki verið í lagi.

 „Það er MAST sem verður að axla ábyrðina og þau verða að mínu mati að fara í ákveðna naflaskoðun. Maður bara spyr sig, hvað ætli mörg þúsund fuglar hafi drepist þarna á ári?“

Hér er hægt að fræðast um íslensku landnámshænuna í Þykkvabæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK