Högnuðust um 100 milljónir hvor

Kristinn Gylfi Jónsson á Brúnegg ásamt bróður sínum Birni.
Kristinn Gylfi Jónsson á Brúnegg ásamt bróður sínum Birni. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Hagnaður Brúneggja ehf. á síðasta ári nam 41,8 milljónum króna. Fyrirtækið er í eigu bræðranna Björns og Kristins Gylfa Jónssona en þeir högnuðust báðir um tæpar 100 milljónir króna á síðasta ári. 

Í lok síðasta árs námu eignir félagsins 395,6 milljónum króna og bókfært eigið fé nam 122,6 milljónum.

Fjallað var um eggjaframleiðslu Brúneggja í Kastljósi í gærkvöldi. Þar kom fram að fyrirtækið hefði brugðist seint og illa við at­huga­semd­um Mat­væla­stofn­un­ar um að bæta aðbúnað hænsna fyr­ir­tæk­is­ins. Í mörg ár gerði Mat­væla­stofn­un sömu at­huga­semd­ir við aðbúnað dýr­anna, meðal ann­ars að of marg­ar hæn­ur væru í hverju búri. 

Í Kastljósi í gærkvöldi kom fram að egg frá Brúneggjum væru seld á tæplega 40% hærra verði en venjulegu brúhænuegg þar sem þau eru merkt sem vistvæn landbúnaðarafurð. MAST hefur lagt dagsektir á fyrirtækið vegna aðbúnaðarins sem nema 2,6 milljónum króna. 

Þá kom jafnframt fram að MAST hefði gert ítrekaðar athugasemdir við aðbúnað hænsnanna hjá Brúneggjum frá árinu 2007. 

Í ársreikningi Brúneggja má sjá að bræðurnir Björn Jónsson og Kristinn Gylfi Jónsson eiga jafnan hlut í fyrirtækinu í gegnum eignarhaldsfélögin Bala ehf. og Geysi fjárfestingafélag ehf.

Bali ehf., sem er í eigu Björns hagnaðist um 96,9 milljónir króna á síðasta ári en Geysir fjárfestingafélag, sem er í eigu Kristins Gylfa um 97,3 milljónir.

Frá árinu 2010 hafa Brúnegg hagnast um 219 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK