Kærir starfsmenn bankans

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar Óskarsson

Lög­reglu­stjór­an­um á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur borist kæra frá lög­manni Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, for­stjóra Sam­herja, þar sem þess er farið á leit við embættið að það hefji rann­sókn á meint­um brot­um Arn­órs Sig­hvats­son­ar aðstoðarseðlabanka­stjóra og Ingi­bjarg­ar Guðbjarts­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra gjald­eyris­eft­ir­lits bank­ans, gagn­vart Þor­steini Má.

Seg­ir í kær­unni að fyrr­nefnd­ir starfs­menn bank­ans hafi að mati kær­anda leit­ast við að „koma því til leiðar með rang­færsl­um, vill­andi mála­til­búnaði og ófull­nægj­andi upp­lýs­ing­um að kær­andi yrði sakaður um eða dæmd­ur fyr­ir refsi­verðan verknað sem get­ur varðað fang­elsi allt að tveim­ur árum“.

Í kær­unni kem­ur jafn­framt fram að Þor­steinn Már telji aðstoðarseðlabanka­stjór­ann og fram­kvæmda­stjóra gjald­eyris­eft­ir­lits­ins hafa mis­notað stöðu sína sem op­in­ber­ir starfs­menn. Það hafi þau ekki aðeins gert með of­an­greind­um hætti held­ur einnig með því að „koma ekki full­nægj­andi upp­lýs­ing­um til embætt­is sér­staks sak­sókn­ara við rann­sókn í saka­máli embætt­is­ins,“ á hend­ur hon­um. Þannig hafi þau gerst sek um að halla rétt­ind­um hans.

Í kæru for­stjóra Sam­herja er einnig vak­in at­hygli á því að í 138. grein hegn­ing­ar­laga er opnað á þann mögu­leika að auka við refs­ingu op­in­berra starfs­manna sem sek­ir ger­ast um refsilaga­brot, sé sýnt fram á verknað sem telja verði mis­notk­un á stöðu viðkom­andi og „við því broti er ekki lögð sér­stök refs­ing sem broti í embætti eða sýsl­an“. Fel­ur ákvæðið í sér að þyngja megi refs­ingu um allt að helm­ing miðað við al­menn­an refsiramma sem viðkom­andi broti er sett­ur.

Rann­saki líka seðlabanka­stjóra

Í kæru Þor­steins Más er þess einnig farið á leit að þátt­ur annarra starfs­manna Seðlabank­ans í mál­inu verði rann­sakaður sér­stak­lega. Er þar sér­stak­lega vísað til Más Guðmunds­son­ar seðlabanka­stjóra og Sig­ríðar Loga­dótt­ur, yf­ir­lög­fræðings bank­ans. Er bent á að „stjórn­skip­un­ar­leg staða þeirra inn­an bank­ans“ kalli á slíka rann­sókn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK