Munu heimsækja Brúnegg

Brúnegg voru tekin úr sölu verslana 10-11 og Iceland í …
Brúnegg voru tekin úr sölu verslana 10-11 og Iceland í gærmorgun. mbl.is/Hjörtur

Öll egg frá Brúneggj­um voru tek­in úr sölu í versl­un­um 10-11 og Ice­land í gær­morg­un í kjöl­far um­fjöll­un­ar Kast­ljóss um fyr­ir­tækið á mánu­dags­kvöld.  Í skrif­legu svari Árna Pét­urs Jóns­son­ar, for­stjóra 10-11 kem­ur fram að stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins hefðu talað við birg­inn og fengið hans hlið á mál­inu.

„Við mun­um á næstu dög­um heim­sækja Brúnegg og fá að sjá aðstöðuna sem þeir eru með og í kjöl­farið á því verður tek­in ákvörðun um það hvort vör­ur frá Brúneggj­um verða tekn­ar í sölu aft­ur eða ekki,“ seg­ir í svari Árna.

Þegar hafa Bón­us, Hag­kaup, Mela­búðin, Krón­an og versl­an­ir í eigu Sam­kaupa tekið egg­in úr sölu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Ásthild­ur Cesil Þórðardótt­ir: Egg.
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK