Tengist ekki merki um vistvæna vottun

Íslenska fánaröndin stendur fyrst og fremst fyrir íslenskan uppruna vörunnar.
Íslenska fánaröndin stendur fyrst og fremst fyrir íslenskan uppruna vörunnar. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Sam­band garðyrkju­bænda hef­ur einka­leyfi á vörumerk­inu ,,Íslensku fánarönd­inni“ en hún stend­ur fyrst og fremst fyr­ir ís­lensk­an upp­runa vör­unn­ar. Þeir sem nota það vörumerki þurfa til þess leyfi frá Sam­bandi garðyrkju­bænda. 

Í frétta­til­kynn­ingu árétt­ar sam­bandið að merki um vist­væna vott­un sé Sam­bandi garðyrkju­bænda óviðkom­andi og er vísað í um­fjöll­un Kast­ljóss um Brúnegg og vist­væna vott­un.

„Um þess­ar mund­ir stend­ur yfir inn­leiðing á gæðakerfi og end­ur­skoðun á regl­um um fánarönd­ina. Í framtíðinni mun Íslenska fánarönd­in vera tákn um ís­lensk­an upp­runa og að þeir sem merkið nota fylgi fyr­ir­fram mörkuðum gæðaferl­um sem tekn­ir eru út af þriðja aðila. Þegar er hafið reynslu­verk­efni í sam­vinnu við Heil­brigðis­eft­ir­lit Suður­lands vegna þess,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ing­unni.

Þá hvet­ur Sam­band garðyrkju­bænda og styður fé­laga sína og aðra til að vanda til verka við merk­ing­ar og þigg­ur gjarn­an ábend­ing­ar um það sem bet­ur mætti fara í þeim efn­um. „Jafn­framt væri ánægju­legt að fá upp­lýs­ing­ar um þá sem eru til fyr­ir­mynd­ar varðandi ná­kvæmni og gæði í merk­ing­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Það er sam­eig­in­legt verk­efni fram­leiðenda, selj­enda og kaup­enda að standa vel að merk­ing­um og veita nauðsyn­legt aðhald til að svo megi verða.  Sam­bandi garðyrkju­bænda er bæði ljúft og skylt að taka  þátt í því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK