Í fangelsi fyrir verðsamráð

Mennirnir unnu bæði hjá BYKO og Húsasmiðjunni.
Mennirnir unnu bæði hjá BYKO og Húsasmiðjunni. mbl.is

Hæstiréttur hefur dæmt sex starfsmenn byggingavöruverslanana BYKO og Húsasmiðjunnar fyrir refsivert verðsamráð í störfum sínum á árunum 2010 til 2011.

Var fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá BYKO dæmdur í 18 mánaða fangelsi og kollegi hans hjá Húsasmiðjunni í níu mánaða fangelsi. Tveir fyrrverandi vörustjórar Húsasmiðjunnar voru þá dæmdir annars vegar í níu mánaða fangelsi og hins vegar í þriggja mánaða fangelsi.

Fyrrverandi verslunarstjóri timbursölu og fyrrverandi sölustjóri fagsölusviðs BYKO voru þá hvor um sig dæmdir til að sæta fangelsi í þrjá mánuði.

Hæstiréttur staðfesti þá sýknudóm Héraðsdóms yfir tveimur mannanna.

Allir eru fangelsisdómarnir skilorðsbundnir, nema í tilfelli fyrrverandi framkvæmdastjóra BYKO, en fullnustu 15 mánaða af 18 mánaða refsingu hans var frestað skilorðsbundið í þrjú ár.

Handteknir í mars árið 2011

Tólf starfs­menn Byko, Húsa­smiðjunn­ar og Úlfs­ins bygg­inga­versl­un­ar voru upphaflega ákærðir í mál­inu, en all­ir voru þeir sýknaðir fyrir Héraðsdómi fyr­ir utan einn.

Sér­stak­ur sak­sókn­ari gaf út ákæru í mál­inu í maí árið 2014 en fyr­ir­tæk­in þrjú voru grunuð um að hafa með sér verðsam­ráð. Dóm­ur var kveðinn upp í héraði í apríl árið 2015, en fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri bygg­inga­sviðs Byko var sá eini sem var sak­felld­ur. Hann var þá dæmd­ur í eins mánaðar skil­orðsbundið fang­elsi.

Mennirnir voru handteknir í mars árið 2011, en allir neituðu þeir sök í fyrstu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK