Nær markmiðum sínum fyrr en gert var ráð fyrir

Lindarhvoll var stofnað í apríl á þessu ári til þess …
Lindarhvoll var stofnað í apríl á þessu ári til þess að annast umsýslu, fullnustu og sölu, eftir því sem við á, á eignum ríkissjóðs. mbl.isBrynjar Gauti

Gert er ráð fyrir því að Lindarhvoll ehf. nái markmiðum sínum fyrr en gert var ráð fyrir í upphaflegum áætlunum. Mun starfsemi þess í árslok 2017 vera mjög óveruleg og snúa fyrst og fremst að almennum lagalegum frágangi félagsins ásamt því að ljúka uppgjöri á varasjóðum slitabúanna sem ljúka skal í síðasta lagi í árslok 2018.

Þetta kemur fram í greinagerð sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sent Alþingi með upplýsingum um starfsemi Lindarhvols og framvindu vinnu við úrvinnslu þeirra stöðugleikaeigna sem ríkissjóður fékk í sinn hlut í tengslum við nauðasamninga slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja.

Í greinagerðinni kemur fram að greiðslur fjármuna inn á stöðugleikareikning Ríkissjóðs Íslands í Seðlabanka Ísland hafi verið umtalsverðar frá því að framsal stöðugleikaeignanna átti sér stað á grundvelli stöðugleikasamninga við slitabú fallinna fjármálafyrirtækja í upphafi árs 2016 og hafa verið töluvert umfram upphaflegar væntingar. 

Greiðslur upp á 72 milljarða

Samtals hafa greiðslur vegna stöðugleikaeignanna frá framsali þeirra í upphafi árs 2016 til og með 4. nóvember numið 72,15 milljörðum króna, sem eru sem er bæði greiðslur inn á stöðugleikareikninginn og innstæður á reikningum dótturfélaga, en þess má geta að áætlanir í upphafi gerðu ráð fyrir að greiðslur vegna þeirra myndi nema samtals 68 milljörðum 31. desember næstkomandi.

Þá hefur Ríkissjóður Íslands hefur samtals ráðstafað 51 milljarði til niðurgreiðslu skulda það sem af er ári. Samtals nam því fjárhæð innstæðu á stöðugleikareikningi Ríkissjóðs Íslands ásamt innstæðu í dótturfélögum sem hluti af stöðugleikaeignum þann 4. nóvember rúmum 21 milljarði króna.

Lindarhvoll ehf. var stofnað þann 15. apríl 2016, og er tilgangur félagsins að annast umsýslu, fullnustu og sölu, eftir því sem við á, á eignum ríkissjóðs.

Greinagerðina í heild má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK