Segja afurðir garðyrkjunnar vistvænar

Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna.
Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Ljósmynd/Aðsend

Sölu­fé­lag garðyrkju­manna seg­ir ljóst að nú sem endra­nær upp­fylli afurðir garðyrkj­unn­ar skil­grein­ingu vist­vænn­ar rækt­un­ar. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu fé­lags­ins í ljósi umræðunn­ar um notk­un á vist­væn­um merk­ing­um.

Þar kem­ur fram að eft­ir að land­búnaðarráðuneytið ákvað fyr­ir ári að fella reglu­gerð um vist­væn­an land­búnað úr gildi hafi fé­lagið hætt að merkja vör­ur sín­ar sem vist­væn­ar land­búnaðar­af­urðir.

Áður en til þess kom hóf Sam­band garðyrkju­manna inn­leiðingu gæðahand­bók­ar garðyrkj­unn­ar sem er merkt með ís­lensku fánarönd­inni. Viðamik­il upp­taka á gæðakerf­inu stend­ur yfir hjá öll­um fram­leiðend­um og er sér­stak­ur starfsmaður að vinna í því verk­efni.

Mikl­ar fram­far­ir orðið

„Mik­il þróun hef­ur orðið í vist­vænni rækt­un á þeim 17 árum sem liðin eru frá því farið var að merkja vist­væna land­búnaðarfram­leiðslu. Full­yrða má að rækt­un­in sé nú mun vist­vænni en í fyrstu, enda hafa mikl­ar fram­far­ir orðið á þess­um tíma, m.a. í notk­un á líf­ræn­um vörn­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Bænd­um inn­an Sölu­fé­lags garðyrkju­manna er mjög um­hugað um sam­band sitt við neyt­end­ur. Í því sam­hengi má benda á að vör­ur okk­ar hafa verið upp­runa­merkt­ar í 13 ár, til að stytta leiðina á milli bónd­ans og neyt­and­ans. Það er von okk­ar að þetta góða sam­band haldi áfram með sama hætti og ávallt.“

Einnig kem­ur fram að vör­ur fé­lags­ins hafi verið upp­runa­merkt­ar í 13 ár. 

Hér má lesa til­kynn­ing­una í heild sinni:

Bænd­ur hjá Sölu­fé­lagi garðyrkju­manna hafa ræktað græn­meti með ein­stak­lega vist­væn­um hætti um ára­bil. Þar hafa ís­lenska vatnið, líf­ræn­ar varn­ir og end­ur­nýj­an­leg orka skipt mestu. Afurðirn­ar hafa árum sam­an verið merkt­ar sem vist­væn­ar land­búnaðar­af­urðir því til staðfest­ing­ar, í sam­ræmi við reglu­gerð um vist­væn­an land­búnað.

Þegar land­búnaðarráðuneytið ákvað fyr­ir ári síðan að fella reglu­gerðina úr gildi ákvað Sölu­fé­lagið að hætta notk­un merk­is­ins. Nokkru áður en til þess kom hóf Sam­band garðyrkju­manna inn­leiðingu gæðahand­bók­ar garðyrkj­unn­ar sem merkt er með ís­lensku fánarönd­inni. Viðamik­il upp­taka á gæðakerf­inu stend­ur yfir hjá öll­um fram­leiðend­um og er sér­stak­ur starfsmaður að vinna að því verk­efni.

All­ar nýj­ar umbúðir hjá Sölu­fé­lagi garðyrkju­manna eru nú ein­göngu merkt­ar með ís­lensku fánarönd­inni. Þar sem umbúðir eru keypt­ar inn í stór­um skömmt­um til að ná hægræði í verði, þá er fé­lagið enn að klára birgðir merkt­ar vist­væn­um land­búnaði, en mun hraða því ferli eins hratt og kost­ur er.

Þær vör­ur sem enn eru með vist­væna merk­inu eru líka með fánarönd­inni. Hún tákn­ar ís­lensk­an upp­runa og að þeir sem merkið nota fylgja fyr­ir­fram mörkuðum gæðaferl­um sem tekn­ir verða út af þriðja aðila. Gæðaviðmiðin inni­halda m.a. þá staðla sem voru á bak við vist­væna merkið á sín­um tíma og gott bet­ur. Því er ljóst að nú sem endra­nær upp­fylla afurðir garðyrkj­unn­ar skil­grein­ingu vist­vænn­ar rækt­un­ar.

Mik­il þróun hef­ur orðið í vist­vænni rækt­un á þeim 17 árum sem liðin eru frá því farið var að merkja vist­væna land­búnaðarfram­leiðslu. Full­yrða má að rækt­un­in sé nú mun vist­vænni en í fyrstu, enda hafa mikl­ar fram­far­ir orðið á þess­um tíma, m.a. í notk­un á líf­ræn­um vörn­um.

Bænd­um inn­an Sölu­fé­lags garðyrkju­manna er mjög um­hugað um sam­band sitt við neyt­end­ur. Í því sam­hengi má benda á að vör­ur okk­ar hafa verið upp­runa­merkt­ar í 13 ár, til að stytta leiðina á milli bónd­ans og neyt­and­ans. Það er von okk­ar að þetta góða sam­band haldi áfram með sama hætti og ávallt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK