H&M kemur í staðinn fyrir Hagkaup í Kringlunni

Verslun H&M verður opnuð í Smáralind og Kringlunni á næsta …
Verslun H&M verður opnuð í Smáralind og Kringlunni á næsta ári.

Verslun H&M verður opnuð á 2. hæð Kringlunnar, þar sem Hagkaup er í dag, á seinnihluta næsta árs.

Þetta kemur fram á vef Haga en fyrirtækið,  fyrir hönd Hagkaups, og Reitir hafa endurnýjað leigusamning um rými á 1. hæð í Kringlunni. Þar segir að stærstur hluti 2. hæðarinnar mun fara undir nýja H&M verslun, eða 2.600 fermetrar.

Gildistími nýs samnings er til ársins 2028. Ný verslun Hagkaups verður á einni hæð, í stað tveggja áður, og verður verslunin rúmlega 3.600 fm á 1. hæð í norðurenda verslunarmiðstöðvarinnar. Það verslunarrými verður endurnýjað og er ráðgert að opna nýja og endurbætta verslun á haustmánuðum 2017. Stærstur hluti 2. hæðarinnar, eða um 2.600 fermetrar eins og fyrr segir, fer undir nýja H&M verslun, sem ráðgert er að opni seinnihluta árs 2017.

Þá segir jafnframt að samningar séu á lokastigi við alþjóðlegt fatamerki um að reka um 1.000 fermetra verslun við hlið H&M á 2. hæðinni í norðurenda Kringlunnar.

H&M verður opnað í Smáralind í september á næsta ári, í 4.000 fermetra rými sem nú hýsir verslun Debenhams, og á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Sú verslun verður opnuð 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK